

G-TECTA handnemar fyrir gas
Linde G-TECTA handnemar fyrir gas eru auðveldir í notkun með einfaldri eins takka stýringu. Nemarnir henta til notkunar og prófunar fyrir jafnt verkfræðinga í vettvangsvinnu sem iðnaðarmenn í framleiðslu. Skær rauður liturinn og merkimiðar með endurkasti tryggja að gasgreiningartækin sjáist mjög vel þegar þau eru borin um, en það viðheldur fylgni og öryggi á öllum sviðum rekstrar fyrirtækisins.
Nemar fyrir eina gastegund eru fyrirferðarlitlir og auðvelt að bera þá á sér, sem tryggir öryggi þitt, og þeir eru auk þess lítt áberandi og valda engum óþægindum.
Nemar fyrir margar gastegundir geta greint nokkrar mismunandi tegundir samtímis. Tækin eru með skjái sem sem vísa upp, sem gerir notandann glöggt meðvitaðan um gasmagn í lokuðum rýmum, og viðvaranir eru mjög sýnilegar.
Forstillt eftirlitskerfi eru fest á veggi til að fylgjast með gasmagni í lofti í lokuðum rýmum.
Gasgreiningartæki þurfa að gangast undir reglubundna höggprófun og kvörðun, þar sem þau vernda fólk gegn hættulegum váhrifum af völdum eitraðra, tærandi eða eldfimra lofttegunda sem hafa borist inn á svæði þar sem fólk er við vinnu. Við getum boðið allar hugsanlegar gerðir af gastegundum fyrir kvörðun og höggprófun til að tryggja að búnaðurinn þinn starfi hnökralaust og í samræmi við allar viðmiðunarmælingar, verkferlaeftirlit og gæðastaðla sem iðnaðurinn starfar eftir.