Þjónusta - Almenn ákvæði um afhendingu á gasi
1. Almenn ákvæði
Samningurinn gildir þegar samningsaðilar hafa komið sér saman um ákvæðin skriflega eða á annan hátt. Frávik frá ákvæðunum skulu vera skrifleg. Upplýsingar í vörulýsingu, verðlista eða gefnar upplýsingar eru bindandi en þó einungis ef til þess er vísað í samningi.
2. Skilgreiningar
Gas á hylki er lofttegund sem er geymd undir þrýstingi í þar til gerðum umbúðum, hylki.
Gas á fljótandi formi er niðurkæld lofttegund sem er fljótandi við andrúmsloftsþrýsting eða undir þrýstingi. Dæmi um slíkar lofttegundir er fljótandi argon, nitur, súrefni og koldíoxíð.
Þurrís er koldíoxíð á föstu formi.
Umbúðir eru umbúnaður til geymslu og flutnings á gasi s.s. gashylki, hylkjabúnt, hylkjagrindur, kerrur, baukar, pallettutankar, flutningstankar eða kistur og kassar fyrir þurrís.
Gasstöð er staðbundin tækjabúnaður hjá kaupanda til framleiðslu, síunar, geymslu og/eða dreifingar á gasi s.s. staðbundinn tankur eða gasblandari.
Útbúnaður eru umbúðir, gasstöð eða annar útbúnaður sem ÍSAGA útvegar til að uppfylla skyldur sínar í samræmi við gerðan samning við kaupanda.
3. Magn
Þrýstingur gass í hylki er gefin upp miðað við +15°C hita. Uppgefið gasrúmmál fyrir gas undir þrýstingi er samsett af innra rúmmáli hylkis, innihaldsþrýstingi og eðli gass.
Magn gastegundar sem er á fljótandi formi undir þrýstingi eða leyst upp í vökva eins og acetylen, er ákveðið með vigtun.
Gastegundir á fljótandi formi eru vigtaðar eða mældar samkvæmt rúmmáli fljótandi fasans. Magnið er gefið upp í kílógrömmum (kg) samkvæmt vigt eða lítrum (L) af fljótandi vökva eða sem rúmmál (m³) gasformsins við +15°C og 98,07 kPa (0,9807 bar). Umreiknistuðlar eru gefnir af ÍSAGA.
Þurrís er vigtaður.
4. Hreinleiki
Afhent gas og þurrís skulu uppfylla gæðalýsingar ÍSAGA. ÍSAGA gefur kaupanda upplýsingar um hreinleika og forskriftir gastegunda. Ef þess er óskað og um það samið þá skal ÍSAGA tryggja rekjanleika gastegunda og láta fylgja gæðavottorð og/eða efnagreiningavottorð.
5. Afhendingarskilmálar
Gas á hylkjum og fljótandi gas í réttum umbúðum er selt án flutningskostnaðar eða afhent á útsölustað eða hjá umboðsaðila ÍSAGA. Samkvæmt beiðni eða samningi getur ÍSAGA afhent kaupanda vöru þar sem hann óskar, gegn gjaldi.
Afhendingarstaður fyrir gas á fljótandi formi er staðsetning gasstöðvarinnar eða tenging við hana (loki, flans eða tilsvarandi), nema annað sé um samið. Ef gasstöðvar eða umbúðir eru í eigu kaupanda eða ef kaupandi hefur ákveðinn útbúnað þar sem fljótandi gas er í hringrás, þá er afhendingarstaður tengingin við gasstöðina eða umbúðirnar.
Þurrís er afgreiddur hjá ÍSAGA..
6. Móttaka
Kaupandi skal á lóð sinni eða þeim stað sem hann hefur til umráða til móttöku á gasi, halda svæðinu lausu við hindranir, hafa gott aðgengi og nothæfan veg svo flutningabílar komist að auðveldlega og óhindrað. Þetta gildir alla daga og allan sólarhringinn hjá kaupendum með gasstöð en fyrir kaupendur af annari vöru gildir ákvæðið á vinnutíma eða þegar afgreiðsla kaupanda er opin.
Ef kaupandi getur ekki staðið við þessi ákvæði þannig að samningsbundin afgreiðsla geti ekki farið fram þó ekki vegna undantekningar í lið 14, hefur ÍSAGA rétt á að innheimta gjald fyrir biðtíma og vegna annars kostnaðar sem af því hlýst.
Kaupandi og flutningsaðili ÍSAGA skulu athuga magntölur sendingar samkvæmt reikningi eða magntölur áfyllingar og undirrita reikning eða útprentun áfyllingar. Kaupandi eða fulltrúi hans skal vera á staðnum til að taka við vörum eða þegar fyllt er á tanka. Frávik frá þessu skal skrá á reikning eða útprentun. Ef kaupandi er til staðar við afhendingu skal flutningsaðili ÍSAGA athuga hvort vara, áfylling og magn er rétt. Flutningsaðili ÍSAGA skal koma boðum til kaupanda að afhending hafi farið fram. Boð til kaupanda geta verið skrifleg boð sem sett eru í póstkassa kaupanda á staðnum. Geri kaupandi ekki athugasemdir við innsend skilaboð túlkast afhending vera rétt.
7. Áfylling
Þegar gas er áfyllt á hylki eða gasstöð í eigu kaupanda hefur ÍSAGA rétt á taka sér gjald fyrir óhagræði sem skapast vegna þessa.
Áfylling af gasi á hylki eða í gasstöð í eigu kaupanda skulu uppfylla allar öryggiskröfur sem settar eru af yfirvöldum og ÍSAGA.
8. Merkingar
ÍSAGA hefur rétt á að merkja útbúnað sinn með eigin merkingum og vörumerki. Kaupandi hefur ekki rétt á fjarlægja eða breyta merkingum án skriflegs leyfis ÍSAGA.
9. Öryggi, meðhöndlun og eftirlit
Kaupandi skal fylgja ákvæðum yfirvalda og reglum ÍSAGA við flutninga, geymslu og not á afhentu gasi eða þurrís og við eftirlit með útbúnaði. Kaupandi skal geyma og umgangast útbúnað af varfærni. Kaupandi skal standa straum af kostnaði ef búnaður týnist eða eyðileggst sem ekki er tryggður af ÍSAGA, þegar hann er í umsjón kaupanda. Kaupandi skal upplýsa ÍSAGA án tafar ef einhver bilun verður á útbúnaði. Kaupandi skal grípa til allra nauðsynlegra aðgerða til minnka skaða sem kann verða vegna bilunar á útbúnaði. Þegar búnaður er settur upp eða fjarlægður og einnig við afhendingu á gasi og þurrís, skal ÍSAGA fylgja útgefnum reglum til að tryggja heilsu, umhverfi og öryggi.
Hylkjum og búntum skal skila til ÍSAGA með yfirþrýstingi, afgangsþrýstingi. Kaupandi getur ekki fengið greitt til baka afgangsþrýsting á hylki eða búnti.
10. Verð og greiðsluskilmálar
Ef ekki er annað um samið gilda verðlistar og almennir greiðsluskilmálar ÍSAGA. Í þeim kemur einnig fram greiðslufrestur, gjalddagi og eindagi. Greiðist reikningur eftir eindaga reiknast innheimtukostnaður og dráttarvextir eftir reglum viðskiptabanka ÍSAGA.
11. Skortur - vanefndir
Ef vantar upp á samningsbundna afhendingu á gasi eða þurrís skal ÍSAGA svo fljótt sem auðið er afhenda það sem upp á vantar án frekari kostnaðar fyrir kaupanda. Hafi ÍSAGA verið greitt fyrir flutning skal ÍSAGA kosta seinni flutninga á umsömdu magni.
Hafi ÍSAGA ekki afhent kaupanda gas eða þurrís samkvæmt samningi innan tíu daga frá því að kaupandi sendi skriflega kvörtun, hefur kaupandi rétt á að segja upp samningi vegna vanefnda.
12. Kvörtun
Ef um vanefndir er að ræða af ÍSAGA hálfu þar sem vantar upp á afhent magn af gasi eða þurrís, skal kaupandi senda ÍSAGA kvörtun vegna þessa þegar kaupandi verður var við vanefndirnar eða á að verða var við vanefndirnar. Í kvörtuninni skal koma fram hvað vantar í afhendinguna.
Geri kaupandi ekki kvörtun innan árs (1 ár) frá afhendingu eða frá því að afhending átti að hafa farið fram, missir hann rétt á að gera kröfu á ÍSAGA vegna ætlaðra vanefnda. Kvarti kaupandi vegna ónógs magns í afhendingu og það komi síðar í ljós að ekki hafi vantað í afhendinguna eða að ÍSAGA beri ekki ábyrgð af vöntuninni, hefur ÍSAGA rétt á greiðslu vegna kostnaðar sem af óþarfa kvörtun hlýst..
13. Ábyrgð
Kaupandi getur ekki yfirfært ábyrgð ÍSAGA vegna vöru og samnings milli þeirra, til þriðja aðila eða skaða sem þriðji aðili kann að verða fyrir.
ÍSAGA ber ekki ábyrgð á tapi eða skaða sem afhent gas eða tæki kann að orsaka
a) á föstum eigum eða lausamunum eða þeim skaða eða tapi sem af því leiðir ef skaðinn eða tapið verði til þegar gasið eða tæki eru í umsjón kaupanda eða
b) á framleiðsluvöru kaupanda eða þar sem framleiðsla kaupanda er hluti af framleiðsluvöru eða þeim skaða eða tapi á eignum sem framleiðslan orsakar vegna eiginleika afhents gass eða tækja.
Nefndar þrengingar á ábyrgð ÍSAGA gilda ekki ef ÍSAGA hefur valdið skaða eða tapi vegna vítaverðs gáleysis.
Setji þriðji aðlili fram kröfur á ÍSAGA eða kaupanda um bætur vegna tjóns eða taps samkvæmt framansögðu skal hinn aðili samnings upplýstur um framlagða kröfu.
ÍSAGA og kaupandi skuldbinda sig að taka mál til varnar vegna krafna um bætur í þeim héraðsdómi sem um getur í samningi milli þeirra eða í samræmi við lið 20.
14. Force majeure
Hvorugur aðili er skaðabótaskyldur gagnvart hinum aðilanum vegna tjóns sem verður vegna óviðráðanlegra utanaðkomandi atburða. Þetta á m.a. við um inngrip frá yfirvöldum, verkföll, óeirðir, orkuskort, banns, framleiðsluhindrana, hrávöruskorts, vélabilana, samgönguhindrana, síma og samskiptaleysis, seinkun afhendingar af þriðja aðila, styrjalda og náttúruhamfara. Sá aðili sem lendir í vanskilum vegna slíkra atburða skal ekki krefja hinn aðilann skaðbóta sem hlýst af óviðráðnlegum utanaðkomandi atburðum. Aðilar eru ekki skaðabótaskyldir vegna óviðráðanlegra utanaðkomandi atburða vegna þess að þegar samningar voru undirritaðir gátu aðilar ekki ætlað að atburður myndi eiga sér stað.
Verði aðili fyrir óviðráðanlegum utanaðkomandi atburði skal hann tilkynna það samningsaðila skriflega eins fljótt og auðið er og einnig þegar atburður er yfirstaðinn.
Vari atburður lengur en sex (6) mánuði og óháð því hvort skaði verði af nefndum atburðum, hefur hvor aðili rétt á að segja upp gerðum samningi.
15. Seinkun
Ef seinkun verður á afhendingu ÍSAGA vegna annara atburða en getið er um í lið 14 hefur kaupandi rétt á skaðbótum vegna seinkunar á afhendingu. Skaðabætur vegna seinkunar frá ÍSAGA er 0,5% af umsömdu verði seinkaðrar vöru fyrir hverja heila viku sem kaupandi verður af vörunni að hámarki 7,5% af umsömdu verði. Ef hluti af vörunni seinkar skulu skaðabætur miðast við það hlutfall vörunnar sem seinkaði.
16. Þrenging ábyrgðar
ÍSAGA ber ekki ábyrgð af öðru en því sem nefnt er í samningi. Þetta gildir um reiknað tap sem ekki tilheyrir framleiðslutapi, tapaðrar þjónustu eða efnahagstaps. Þessar þrengingar á ábyrgð ÍSAGA eiga ekki við ef skaðinn orsakast af vítaverðri vanrækslu.
17. Uppsögn samnings
Hvor aðili getur sagt upp samningi þessum ef samningsaðili vanrækir skyldur sínar samkvæmt samningnum og bætir ekki úr vanhöldum innan þrjátíu (30) daga eftir að hafa fengið skriflega kvörtun þar um.
18. Ýmislegt
ÍSAGA áskilur sér rétt á að neita kaupanda um afhendingu samkvæmt samningi hafi kaupandi ekki öll nauðsynleg leyfi eða uppfyllir ekki allar öryggiskröfur yfirvalda og ÍSAGA.
Hafi ÍSAGA tekið að sér að tengja sín tæki við tæki kaupanda eða gasstöð hans, hefur ÍSAGA rétt á að neita tengingu uppfylli gaskerfið ekki öll öryggisatriði sem yfirvöld og ÍSAGA gera.
19. Trúnaðarupplýsingar
ÍSAGA mun einungis nota persónuupplýsingar um kaupanda til uppfylla samning um sölu eða þjónustu, til skipulagningar út af samningi, til eftirlits með viðskiptavini, til reikningshalds og reikningsgerðar. Þegar kaupandi gefur upp persónuupplýsingar við gerð samnings m.a. kennitölu, samþykkir hann jafnframt að persónuupplýsingar um hann verði meðhöndlaðar innan ÍSAGA eins og ofan greinir. Kaupandi hefur kröfu að fá upplýsingar hvernig er farið með upplýsingar um hann hjá ÍSAGA. Kaupandi skal láta ÍSAGA í té upplýsingar um breytingar á persónuupplýsingum sínum.
20. Ágreiningur
Rísi mál út af samningi hlutaðeigenda er hvorum aðila um sig heimilt að reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur án undangenginnar sáttameðferðar.