

Í brauð- og þurrvörugeiranum eru meðal annars framleidd brauð og beyglur, kökur og kex, sætabrauð og pasta og iðnaðurinn spannar gríðarstórt svið hveitiafurða. Framleiðsla á bakstursblöndum og afurðum úr frosnu deigi fer einnig sífellt vaxandi. Þessar vörur njóta aukinna vinsælda, enda kjósa margir vöru sem ekkert mál er að afþíða og skella á borðið, auk þess sem almennir neytendur vilja geta bakað án mikillar sérþekkingar. Þarfir framleiðenda og kröfur um geymsluþol eru jafn margbreytilegar og sjálfar framleiðsluaðferðirnar.
Stýring hitastigs er lykilatriði við afurðavinnslu í bakaríi, til dæmis til að tryggja að þurrefni (svo sem hveiti, sætuefni, feiti og ger/lyftiduft) haldist þurr og laus við meindýr í geymslu og við dreifingu. Fyrir pökkun verður að kæla brauðvöru í um það bil 21 °C. Án réttrar kælingar getur varan orðið of mjúk og rök og þá er henni hætt við að molna. Við meðhöndlun vörunnar á næsta vinnsluþrepi, svo sem við skurð, innpökkun og ísetningu í poka, þarf að fara að með gát vegna þess hve matvælin eru viðkvæm. Þegar vara er skorin niður getur til dæmis verið gott að frysta skorpuna fyrst, því þannig helst hún stökk og heldur lögun þegar kemur að frystingu.
Til að mæta þessum þörfum höfum við þróað margs konar tækni og þjónustu á sviði frystinga, svælingar og óhvarfgjarnra lofttegunda Þannig tryggjum við búnað sem hæfir hverju framleiðsluþrepi.
Forvinnsla
Við höfum þróað sérstakt hitastýringarkerfi með lokaðri hringrás. Við geymslu í sílóum fylgir þessu kerfi sá ávinningur að hann auðveldar svælingu og meindýraeyðingu, þar sem kerfið þekur geymslusílóið með koltvísýringi (CO2) í miklum styrkleika.
Kæling
Við höfum einnig þróað fjölbreyttar lausnir fyrir frystingu og kælingu til að tryggja hraða og skilvirka kælingu á brauðvöru. Þessar lausnir auka framleiðni og gæði vörunnar með því að tryggja æskilegasta rakastigið og draga úr tilhneigingu til myglumyndunar, sem ekki er unnt að gera eins vel í loftkældum spíralkerfum. Kæling við ofurkulda stuðlar einnig að viðhaldi bragðs og áferðar.
Meðhöndlun og pökkun
Við bjóðum upp á fjölbreytta tækni og leiðir til að bæta meðhöndlun og pökkun, allt eftir því hvaða kröfur eru gerðar um endingu og vinnslu.
Kæling/frysting við ofurkulda Frysting við ofurkulda er frábær leið til að viðhalda formi vöru fyrir pökkun. Við bjóðum margar gerðir af búnaði fyrir milda en ákaflega skilvirka frystingu við ofurkulda. Búnaðinn má nota einan sér sem frystiúrræði eða samhliða fyrirliggjandi frystitækjum til fljótvirkrar endurnýjunar á búnaði án gríðarlegs tilkostnaðar.
Loftskiptar umbúðir
Við bjóðum sérstakar gasblöndur sem auka gæði vörunnar, auka geymsluþol hennar og stækka markhóp hennar.Krem
Við veitum ráðgjöf um kostina við notkun köfnunarefnis á kremfyllingar í brauðvörum, sem gera slíkar vörur mun meira aðlaðandi í augum neytendanna .