

Koldíoxíð er lykilþáttur í landbúnaðariðnaði. Með því að bæta koldíoxíð við andrúmsloft gróðurhúsa eykur framleiðandinn afkastagetuna og tryggir að skrautblómin verði háreist og falleg og grænmetið blómlegt.
Við hjálpum gróðurhúsaframleiðendum að auka framleiðslugetu og uppfylla strangar gæðakröfur matvælaiðnaðarins og neytenda. Við byggjum á víðtækri reynslu og getum veitt margþætta ráðgjöf um allt frá ætluðum kostnaði og afköstum til hámarksnýtingar í framleiðslu og kaupa á réttum búnaði.
Við bjóðum upp á:
- Koldíoxíð fyrir ræktun blóma og grænmetis, sveigjanlega vörustjórnun og koldíoxíðbúnað fyrir geymslu og gasmötun
- Própan til upphitunar gróðurhúsa
Við bjóðum einnig:
Gastegundir fyrir skurð og logsuðu, rekstrarvörur og búnað fyrir viðhaldsvinnu á bújörðum í landbúnaði