Iðnaður

Gastegundirnar okkar gegna lykilhlutverki í hér um bil öllum geirum iðnaðar. Þær eru notaðar til að bæta samkeppnishæfni, lækka vinnslukostnað og auka gæði og framleiðni. Raunar væru margar algengar vörur, allt frá gosdrykkjum til bílavarahluta, ekki mögulegar ef ekki væri fyrir iðnaðargas. Það sem meira er: nýstárlegar gasblöndur og tækni okkar auðvelda fólki að tileinka sér sjálfbærari og vistvænni lífsvenjur og viðskiptahætti.