

Stálframleiðendum er vandi á höndum við að finna jafnvægið á milli arðsemi og samkeppnishæfi.Til að það takist þarf að hafa vökult auga með eldsneytisnotkun, a aðfangastjórnun,nýtingu, framleiðni og gæðum.
Við hjálpum þær að takast á við þessar áskoranir með snjöllum tæknilausnum á sviði gasbúnaðar fyrir iðnað.
Heildarlausn fyrir allt vinnuferlið
Við bjóðum sérhannaðan búnað fyrir hvert vinnsluþrep í stálframleiðslukeðjunni, allt frá járn- og stálvinnslu til málmvinnslu og hitameðferðar.Hvort sem unnið er úr málmgrýti eða brotajárni geta lausnirnar frá okkur aukið framleiðni.
Járnvinnsla
Sérhönnuðu málmbræðsluofnarnir okkar, sem gefa færi á súrefnisauðgun, innsprautun súrefnisauðugs kolefnis/fljótandi köfnunarefnis eða súrefnisauðgun í ofni og hreinsun, hjálpa þér að auka framleiðslugetuna, draga úr koksnotkun, nota ódýrara eldsneyti og draga úr eldsneytisnotkun.
Hægt er að draga úr reykmyndun frá heitum málmi með koldíoxíðieða með köfnunarefnishúðun á vögnum og við aftöppun.
Stálvinnsla
Ef þú notar rafknúinn ljósbogaofn (Electric Arc Furnace, EAF) geturðu treyst því að hagkvæmar lausnir okkar á sviði súrefniseldsneytis skila þér bræddu stáli samkvæmt þínum óskum.Það er samstarfsaðili okkar, MORE, sem útvegar þennan búnað, en MORE býður mikið úrval rafknúinna ljósbogalausna fyrir stálvinnslu, þ.m.t. brennara og innsprautunarbúnað.Auk þess hefur súrefniseldsneytiskerfið sannað að það eykur skilvirkni við forhitun vinnsluíláta (t.d.:deigla, bræðsluofna, steyputrekt.Og fyrir lokahreinsunarstigið bjóðum við gastegundir svo sem argon og köfnunarefni til að fjarlægja vetni, innfellingar sem ekki eru úr málmi og óæskileg snefilefni.
Málmvinnsla (völsun og þrýstimótun)
Tæknibúnaður með súrefniseldsneyti og háþróaðri skurðartækni úr REBOX®-línunni okkar getur aukið afköstin, lækkað orkureikninginn og minnkað útblástur frá endurhitunar- og glóðunarofnum.
Hitameðferð
Við höfum þróað fjölda fullkominna hitameðferðarferla sem er ætlað að hjálpa þér að ná fram örbyggingunni, efnislegu eiginleikunum og yfirborðseiginleikunum sem þú kýst helst.
- Glóðun í köfnunarefnishjúp til að draga úr oxun og aflitun
- Kolefnishersla og kolefnisnítrun til að ná fram æskilegri yfirborðshörku
- Galvanhúðun til að auka styrk, sveigjanleika, tæringarmótstöðu o.fl. með sinkhúðun
- Hersla, herðing og banítherðing til að gera stálið sterkara og slitþolnara
- Nítrun og kolefnishersla með nítrun til að auka slitþol með lághitameðhöndlun
- Snöggkæling og kæling til að tryggja rétta hörku og örbyggingu
- Meðhöndlun undir frostmarki til að fjarlægja ástenítleifar úr snöggkældum íhlutum og verkfærum og auka slitþol verkfæra og stöðugleika íhlutanna.