

Til að skeramjúkt stál þarf aðeins gas, hentugan brennara og styrka hönd.Þannig hefur það verið frá upphafi tuttugustu aldar og er enn í dag.
Logskurður er ferli sem byggir á bruna.Það er ekki heitur loginn sjálfur sem sker efnið heldur streymi súrefnis sem brennir sig í gegnum efnið þegar það hitnar og bægir brennandi efninu (gjallinu) frá skurðinum.Skurðarhraðinn fer að miklu leyti eftir hreinleika súrefnisins.Þeim mun hreinna sem gasið er, þeim mun meiri er skurðarhraðinn, sem skilar meiri afköstum og betri skurði.
Áður en hægt er að skera verður að hita stálið að flotmarkimeð gasloga.Val á (skurðar) brennslugasi hefur áhrif á gæði skurðarins og hversu langan tíma forhitunin tekur.Við val á brennslugasi þarf einnig að hafa þykkt efnisins í huga.Ef lyktarbætta súrefnið ODOROX® er notað dregur mjög úr þeirri eldhættu og sprengihættu sem ávallt er til staðar þegar brennslugas á í hlut.Lyktin aðvarar fólk í tæka tíð ef gasleki kemur upp.
Mikilvægasti hluti skurðarbúnaðarins er skurðarspíssinn.Eftir því sem streymi súrefnis er hraðara aukast afköst spíssins.Á sama hátt fer hraðinn eftir lögun skurðarspíssins.Nú á dögum er oft notast við spíssa með þenslurás, en það eykur hraða súrefnisstreymisins.
Uppbygging skurðarspíssins og stilling hans fyrir notkun með ýmsum gastegundum, með hliðsjón af stærð gasrásanna, nákvæmu rúmmáli þeirra, vikmörkum og yfirborðseiginleikum, er undirstöðuatriði til að ná fram vönduðum skurði.Skurðarhraða má auka með því að nota spíss með hlíf, svo dæmi sé tekið.Spíss með hlíf er með sérstaka súrefnisrás sem verndar súrefnisstreymið við skurðinn fyrir óhreinindum og eykur skurðarhraðann.
Nota má logskurð til að skera mjúkt og lítið blandað stál, allt að ríflega 1.000 mm á þykktGæði skurðarins fara einnig eftir yfirborði hlutarins sem unnið er með og geta verið mismunandi eftir því hvernig hluturinn er grunnaður.Skurðarferlið býður upp á marga möguleika, til dæmis er hægt að nota fleiri en einn brennara til að skera beint, (sem og fyrir skurð í áföngum) og við undirbúning samskeyta.Einnig er auðvelt að gera ferlið vélrænt.
Notkun ábrennslugastegundum með súrefni getur skapað hættulegar aðstæður ef notandann skortir þekkingu á því hvernig nota skal gasið, búnaðinn og nauðsynlegan hlífðarbúnað.
Forðist slíka hættu með því að fylgja öryggisleiðbeiningum.fyrir heitar vinnuaðgerðir.