

Laserskurður hentar best fyrir nákvæman skurð á þunnu efni.
Gæði skurðarins eru svo mikil að hægt er að nota hlutina beint eða senda þá áfram án frekari eftirvinnslu (án þess að þurfi að ganga betur frá skurðinum).Laserskurður er notaður á mörgum sviðum, einkum hjá fyrirtækjum í vélaiðnaði sem starfa fyrir bílaiðnaðinn, sem og við framleiðslu heimilistækja á borð við uppþvottavélar, þvottavélarog fleira.
Hárfínn lasergeislinn er svo öflugur að hann bræðir efnið sem á að skera svo það gufar upp.Laserar geta líka skorið annað efni en málm, svo sem plast, tré og fleira. Við málmskurð er gasið sem notað er með skurðinum yfirleitt súrefni eða köfnunarefni.Lasergeislanum er beint gegnum linsu að efninu sem á að skera, svo það bráðnar.Skurðargasið er leitt gegnum spíss til að halda gjallinu frá.
Það veltur á verkinu sem á að vinna hvor gastegundin, súrefni eða köfnunarefni, hentar betur sem skurðargas.Súrefni myndar hita með efninu.Viðbótarhitinn sem súrefnið myndar gefur oft möguleika á mun hraðari skurði en þegar köfnunarefni er notað.Af því leiðir að súrefni er algengasta gasið við skurð á mjúku og lítið blönduðu stáli.Hreinleiki gassins hefur bein áhrif á skurðarhraðann.
Þegar notað er súrefni myndast hinsvegar súrefnislag á skurðaryfirborðinu, sem getur valdið vandræðum.Súrefni hentar ekki við skurð á ryðfríu stáli því þá missir skurðaryfirborðið tæringarviðnám sitt.Yfirborð áls sem skorið er með súrefni verður ójafnt og hvasst.Til að ná hreinu og oxíðlausu skurðyfirborði verður að nota köfnunarefni við skurð á þessum efnum.Hreinleiki köfnunarefnisins er þó lykilatriði, því ef það er súrefni í skurðargasinu, jafnvel í örlitlu magni, getur það eyðilagt tæringarviðnám ryðfrís stáls.
Viðkvæm efni, svo sem títan og sirkon, verður að verja gegn súrefni og köfnunarefni, þ.e. andrúmsloftinu.Þessi efni verður að skera með háhreinu argoni.
LASERLINE® gastegundir og dreifikerfi fyrir gas tryggja gæði og hagkvæmni við skurðarvinnu, frá upphafi til enda.
Til að forðast þær hættur sem fylgja heitum vinnuaðgerðum skal ávallt gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir.