

Þegar gjall hefur verið fleytt af ætti að koma eins fljótt og auðið er í veg fyrir sjálfsíkveikjugjallsins til að varðveita málmhlutfallið í honum, sem getur verið allt frá 18% upp í 80%. Það er gert með því að kæla gjallið á öruggan hátt án mengunar.Sem stendur eru nokkrar gerðir kælibúnaðar fyrir gjall í boði.
Gjallkælikerfið Inert Gas Dross Cooler (IGDC) frá fyrirtækinu STAS er kælilausn byggð á argoni sem getur kælt allar gerðir gjalls við hvaða hitastig sem er án þess að nota hreyfanlega vélarhluta eða kælivatn og hindrar um leið sjálfsíkveikjuog myndun reyks og ryks.
Þar sem hönnun IGDC er byggð á stökum einingum má laga búnaðinn að kröfum hvers og eins um afköst og rými og um leið fæst betri endurnýting málms og aukin gæði við frekari vinnslu í ofnum.
Helstu kostir:
- Fullkomið öryggi þar sem ekkert vatn er notað, hvorki við gjallkælinguna né í búnaðinum sjálfum
- Hannað með umhverfisvernd í huga og því enginn útblástur ryks eða reyks
- Búnaðurinn er hannaður með þægileg vinnuskilyrði í huga og er því auðveldur í notkun
- Engir hreyfanlegir hlutar, en það lágmarkar viðhaldskostnað og kemur í veg fyrir hávaða
- Varðveitir eins mikið og unnt er af álblöndunni í gjallinu strax að fleytingu lokinni (getur verið allt frá 18 upp í 80%)
- Má nota fyrir allar gerðir gjalls (bæði svartan og hvítan)
- Auðveldur í notkun og skilvirkni búnaðarins er óháð áfyllingarstiginu