

Oxun er efnahvarf þar sem súrefni í andrúmsloftinu umhverfis mat og drykk hvarfast við vöruna. Þetta getur átt sér stað bæði við stofuhita (þ.e. við hefðbundna geymslu drykkja, olíu, ávaxta og grænmetis eða fullunninnar matvöru). Þetta getur einnig gerst við hækkaðan hita, til dæmis í vinnslu eða við djúpsteikingu.
AGA aðstoðar þig
Við afgreiðum köfnunarefni fyrir matvæli og aðrar óhvarfgjarnar gastegundir sem koma í veg fyrir eða lágmarka áhrif súrefnis. Til dæmis er köfnunarefni notað til að halda lágum súrefnisstyrk í og kringum vöruna. Óhvarfgjarnt gas viðheldur stöðugleika vörunnar og eykur geymsluþolið.
Þekjun er ein af þremur algengustu aðferðum við að gera efni óhvarfgjarnt og komast þannig hjá oxun.
Loftið í loftrýminu í kringum vöru getur innihaldið raka eða súrefni. Háhreint köfnunarefni er algjörlega rakalaust og óhvarfgjarnt og hefur því enga verkan á vörur þegar það er notað í stað lofts í umbúðum. Þetta er örugg og áreiðanleg leið til að verja matvæli fyrir áhrifum oxunar.
Við bjóðum einnig upp á nákvæmt stjórnkerfi til að fylla á eða tæma matvælatanka eða matvælaílát. Stjórnlokar viðhalda verndandi þekju með því að stilla sjálfkrafa magn köfnunarefnisins.
Köfnunarefnisþekja er tilvalin fyrir tanka sem innihalda vinnsluolíur eða fullunnar olíur.