

Fyrsta flokks gæði í gleri
Til að ná bestu hugsanlegu gæðum í glervinnslu býður AGA mikið úrval bæði staðlaðra og sérsniðinna brennara.
Við getum með stolti sagt að á meðal viðskiptavina okkar eru sumir virtustu glerframleiðendur í heiminum.
Pússun og sambræðsla
Pússun og sambræðsla auka verulega yfirborðsgæði glersins. Logarnir úr sérhönnuðu brennurunum okkar mynda beinan árekstur á glerið og endurbræða á það þunnt yfirborðslag. Pússun má nota til að draga úr eða koma í veg fyrir þörfina fyrir ætingu og draga þannig úr umhverfisáhrifum, sem er veigamikið skref í átt að hreinna og öruggara starfsumhverfi.
Tæknibúnaður fyrir brennara
Tæknibúnaðurinn í brennarakerfi AGA byggist á notkun annaðhvort forblandaðra eða eftirblandaðra gastegunda:
- HYDROXPOX®: Forblandað með súrefni og vetni
- CARBOPOX®: Forblandað með súrefni og náttúrulegu gasi/própani
- LINFIRE®: Eftirblandað gas
- CARBOFLAM®: Yfirborðsbrennarar/eftirblandaðir brennarar með súrefni og asetýleni
Kostirnir við brennara með forblönduðu gasi
Brennarar með forblönduðu gasi eru skilvirkari en brennarar með eftirblönduðu gasi. Auk þess er tæknibúnaður sem notast við vetni/súrefni hraðvirkari en búnaður sem notast við gas/súrefni eða própan/súrefni.
Tæknibúnaður AGA fyrir forblandað gas með súrefni og vetni er frábær laus fyrir háþróuð vinnsluferli þar sem hraði, gæði og skilvirkni eru lykilatriði.
Stutt yfirlit yfir tæknibúnað AGA fyrir forblandað gas
- Forblöndun gastegunda
- Rafstýrðar loftknúnar stýrieiningar
- Vatnskældir/ókældir brennarar
- Staðlaðir brennarar/sérsniðnir brennarar
- 100% ryðfrítt stál.
Aflstýring, stýrieiningar, nákvæm þrýstijöfnun og nákvæm stjórnun á hlutfalli gass í hverjum brennara.