

TIG-aðferðin (Tungsten Inert Gas) var þróuð á fimmta áratugnum til suðu á ál- og magnesíumblöndum.TIG-suða notast við volfram-skaut sem bráðnar ekki.
TIG-suðu má nota á alla suðuhæfa málma.Aðferðin er þó oftast notuð til suðu á þunnu efni (yfirleitt milli 0,3 og 3 mm).
Hitagjafinn við TIG-suðu er ljósbogi sem myndast milli vinnslustykkisins og volfram-skautsins.Málmbráðin og rafskautið eru varin með hlífðargasi sem flæðir úr gasstút þar sem volframskautið er staðsett fyrir miðju.
Hlífðargasið ver suðuvírinn, bráðina og hitaða efnið fyrir neikvæðum áhrifum andrúmsloftsins.Hlífðargas getur einnig haft áhrif á eiginleika ljósbogans (t.d. orku hans) og útlit, sem og afköst og vinnuumhverfi.
Hlutlaustgas, svo sem argon eða helíum, eða blanda beggja, er algengasta hlífðargasið.Af og til er vetni og/eða köfnunarefni bætt við í litlu magni.Einnig þarf að vernda suðumanninn gegn skaðlegum lofttegundum og suðureyk.MISON® hlífðargastegundir verja bæði suðumanninn og suðuna með því að draga úr myndun skaðlegs ósons.
TIG-suða er gjarnan notuð til að sjóða saman rör, þrýstihylki og varmaskipta.Þar sem þessi aðferð er tilvalin fyrir suðu á þunnu efni og litlum stykkjum er hún einnig notuð í rafeindaiðnaði.
TIG-suða er hágæðasuðuaðferð sem myndar lítið gjall og litla sem enga suðulús.Hún hentar við ýmsar aðstæður þar sem hana má nota við suðu á næstum öllum gerðum málma.Hægt er að sjóða í hvaða stöðu sem er.