

Suða og skurður mynda spennu í efninu sem getur valdið óæskilegri aflögun.Ef aflögunin er óviðunandi verður að rétta vinnslustykkið.Oft hentar rétting með hita vel í þessum tilgangi.
Mun ódýrara er að rétta efnið með hita en að búa til nýja hluta.Oft er hún líka eini valkosturinn.Við skipasmíðar fer allt að helmingur vinnutímans í að rétta aflaganir.
Rétting með hita er gerð með því að hita hlutinn sem vinna á staðbundið.Það veldur aflögun staðarins sem hitaður er, þar sem kalt efnið í kring kemur í veg fyrir dreifingu hita.Þegar efnið kólnar dregst það saman og þá réttist lögunin.Þetta er aðferð sem hentar fyrir stál, nikkel, kopar, messing, ál og títan.
Jafnvel þótt hægt sé að nota mismunandi brennslugastegundir til hitunar er asetýlen hentugasta gasið því það framkallar heitasta og þéttasta logann og hitar einnig hraðast.Ef lyktarbætta súrefnið ODOROX ® er notað,dregur mjög úr eld-og sprengihættu sem ávallt er til staðar þegar brennslugas á í hlut.Lyktin aðvarar fólk í tæka tíð ef gasleki kemur upp.
Val á búnaði fyrir réttingu með hita fer eftir efninu sem á að rétta.Hægt er að rétta plötur allt að 15 mm þykkar með venjulegum brennara.Ef rétta á stærri svæði, svo sem við skipasmíði, eru notaðir sérhannaðir brennarar með þremur eða fleiri spíssum.Brennararnir eru á hjólum og því auðvelt að færa þá yfir stór svæði.
Forðist hættu með því að fylgja öryggisleiðbeiningum fyrir heitar vinnuaðgerðir.