

Fiskur þroskast best ef stöðugu súrefnismagni er viðhaldið í kerinu en súrefnisnotkun fiskanna er breytileg eftir því hvað þeir éta og hversu virkir þeir eru.Til að súrefnisstigið haldist eins jafnt og hægt er þarf að dæla súrefninu út í vatnið í misstórum skömmtum á mismunandi tímum.
Skömmtunarskápurinn frá AGA fyrir súrefni er einmitt sérhannaður til þess.Við leggjum áherslu á einfalda, sveigjanlega hönnun með möguleika á að stækka búnaðinn með viðbótareiningum ef aðstæður krefjast þess.
Virkni
Skömmtunarskápurinn dreifir og stjórnar súrefnismagni úr dreifingarkerfinu yfir í kerið með því að nota það PLS-kerfi sem viðskiptavinurinn hefur til umráða.Skömmtunarskápurinn skiptist í tvo aðskilda hluta; annar er fyrir eðlilega starfsemi og hinn fyrir neyðaraðstæður.Súrefninu sem er notað er skammtað um tvo rennslismæla.Annar rennslismælirinn dælir súrefni fyrir venjulega notkun og hann þarf að stilla smám saman í samræmi við súrefnisnotkunina.Hinn rennslismælirinn er raðuppsettur og með segulloka.Lokanum er stýrt af mettunarstigi þess súrefnis sem þegar hefur verið dælt í kerið og opnast þegar hleypa þarf viðbótarsúrefni í kerið til að viðhalda jafnri súrefnismettun.
Jöfn súrefnismettun
Með þessu móti er hægt að halda súrefnismettun fiskanna jafnri öllum stundum og það stuðlar aftur að minnstu hugsanlegu súrefnisinntöku fiskanna.Flæði súrefnis um báða rennslismælanna er stillt handvirkt með innbyggðum nálaloka í rennslismælinum.
Neyðarsúrefni
Ef vandamál koma upp í starfsemi fiskikersins, svo sem ef vatnsflæðið stöðvast eða súrefnisstigið lækkar, mun neyðarsegullokinn opnast og dreifa súrefni í vatnið gegnum gataðar slöngur á botni kersins.Súrefnisdreifingin er stillt með nálaloka á neyðarúttakinu í skömmtunarskápnum.Skömmtunarskápnum er stjórnað af fyrirliggjandi PLS-kerfi viðskiptavinarins, sem opnar og lokar segullokunum eftir þörfum.Einnig má tengja segullokana við aðalrafgjafann og þá opnast þeir sjálfkrafa við straumrof.