

Mikið magn gastegunda eru afhentar á fljótandi formi, ýmist sem lághitavökvi eða háþrýst gas til geymslu á starfsstöð viðskiptavinarins.
Þeir viðskiptavinir sem þarfnast mikils magns sem hægt er að afhenda í gegnum leiðslukerfi, henta tankar oft best.
Súrefni, köfnunarefni, argon, vetni* og koldíoxíð eru afhentar í fljótandi formi vegna þess að gasið tekur þá mun minna pláss en í loftkenndu formi.
Vökvinn er fluttur með sérstökum tankbílum á lofttæmiseinangraða tanka sem við eigum alla jafna og höldum við á svæði viðskiptavinanna. Vökvanum er svo haldið á viðeigandi þrýstingi með sjálfvirku stýrikerfi.
Ef að viðskiptavinurinn nýtir gasið á loftkenndu formi, er vökvinn eimaður og tekinn út af kerfinu sem gas. Sé þörf fyrir gasið á vökvaformi er það tekið beint útaf tanknum í gegnum einangraðar leiðslur.