Iðnaðargastegundir eru afhentar á mjög mismunandi hylkjum eftir eiginleikum gastegundarinnar sem hylkið inniheldur. Sumar gastegundir þurfa að vera undir miklum þrýstingi á meðan aðrar eru lágþrýstar.
Eiginleikar gassins ráða því í hvernig hylki það er.
Gastegundir eins og súrefni, köfnunarefni, argon, vetni og helíum geta verið undir allt að 300 bara þrýstingi.
Hylkin eru gerð úr efnum sem þola slíkan þrýsting. Hefðbundin hylki eru gerð úr stáli eða áli, en plasthylki eru einnig farin á sjást á markaðnum.
Margar brennanlegar gastegundir eru fljótandi við stofuhita og því eru þær geymdar á lágþrýstum hylkjum, ýmist plasthylkjum eða stálhylkjum með þynnri búk.
Vegna eiginleika Acetýlens þarf að geyma það í gljúpum massa innan hylkisins ásamt leysiefnum.
Þessi hylki eru til í ýmsum stærðum sem eru yfirleitt skilgreind með því magni sem þau innihalda í Kg. Hvaða stærð hentar best fer eftir því hversu mikil notkun er og hversu mikið flæði þarf.
Hvert hylki er með ventli sem hentar viðkomandi gastegundi og þrýstingi.
Gengjurnar á úttakinu eru í samræmi við alþjóðlega staðla til að tryggja að aðeins er hægt að nota þrýstijafnara sem henta viðkomandi gastegund.
AGA framleiðir mikið úrval ventla og þrýstijafnara, vinsamlegast hafið samband við þjónustuver til að fá frekari upplýsingar.
Fyrir verk þar sem meira magns er krafist er hægt að fá búnt þar sem mörg hylki eru samtengd í eina einingu.