

Ávinningurinn af notkun asetýlens við logsuðu og logskurð er vel þekktur. Framúrskarandi hitaeiginleikar gera það mun áhrifameira við skurð en aðrar eldsneytislofttegundir. Asetýlen gefur hækkun á framleiðni upp á u.þ.b. 33% hlutfallslega miðað við própan til dæmis.
Hinsvegar er það ef til vill ekki jafn vel þekkt að vegna þess hversu eldfimt asetýlen er þá getur það valdið mikilli hættu. Þess vegna ættu hylki sem innihalda asetýlen, rétt eins og öll gashylki, að vera flutt, geymd og meðhöndluð á réttan hátt til að tryggja að þau séu algjörlega örugg.
Því miður er öryggisatriðum ekki veitt jafnmikill gaumur og þau eiga skilið. Áætlanir okkar gefa til kynna að allt að þriðjungur asetýlen-hylkja sem eru keypt í smásölu séu ekki flutt á ábyrgan hátt. Þetta leiðir til alvarlegra slysa og – í einhverjum tilvikum – dauðsfalla. Í samræmi við vöruábyrgðarstefnu okkar hófum við samstarf við hin ýmsu samtök í iðnaðinum, s.s. European Industrial Gases Association (EIGA) í jákvæðum aðgerðum. Markmið okkar er að vekja meðvitund um hættuna sem fylgir meðhöndlun og flutningi á asetýleni, koma góðum verklagsreglum á, og styðja viðskiptavini okkar með sérstakri þjálfun og hagnýtri aðstoð.