

Almennt
- Eingöngu til þess þjálfaðir og reyndir starfsmenn ættu að meðhöndla gashylki
- Meðhöndla skal hylki með gát
- Fjarlægið ekki merkimiða af hylkjum
- Tryggið að rétt gastegund sé notuð
- Kynnið ykkur eiginleika og hættur gastegundarinnar áður en vinna hefst
- Hafið samband við ÍSAGA ef eitthvað er óljóst
Notkun og meðhöndlun
- Lyftið aldrei hylki upp á öryggishlífinni
- Öryggishlífin á alltaf að vera á þegar hylki eru færð til
- Takið aldrei gas úr hylkinu án þess að þrýstijafnari eða annar viðeigandi búnaður sé fyrir hendi
- Kannið hvort búnaðurinn sé hannaður fyrir þrýstinginn í viðkomandi hylki
- Ávallt skal opna loka á gashylki hægt og varlega til að forðast högg af völdum þrýstings
- Notið AGA TL4 lekaleitarúðann til að leita að leka
- Látið hylki aldrei komast í snertingu við mikinn hita
- Komið í veg fyrir að hylkin verði fyrir höggum
- Komið í veg fyrir mengun á loka hylkisins
- Gangið ávallt tryggilega frá hylkjum til að koma í veg fyrir að þau falli
Viðhald á loka
Afar mikilvægt er að viðhaldi á loka sé framkvæmt rétt. Ef sandur, óhreinindi, olía eða vatn kemst inn í loka gashylkisins getur öryggi og/eða gæðum verið ábótavant og hylkið gæti lekið.
Afar brýnt er að sjá til þess að engin olía eða óhreinindaagnir séu í úttaki hylkisins áður en þrýstijafnarar og gasbúnaður eru settir saman. Hætta er á íkveikju ef súrefnisloki eða stilliloki er mengaður af olíu.
Ef olía finnst á úttaki lokans skal ekki reyna að nota hylkið heldur skila því til AGA.
Opnið aldrei loka gashylkisins til að reyna að blása út lausar agnir úr lokanum. Hylkið gæti oltið vegna kraftsins í gasstreyminu og kviknað gæti í út frá streymandi asetýleni og vetni.
Komið í veg fyrir mengun hylkis: Bakflæði verður þegar loft streymir inn í tómt hylki í gegnum opinn loka.
Gera þarf varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir bakflæði vökva eða gastegunda þegar hylkið er í notkun eða í geymslu eftir að það hefur verið tæmt. Ef aðskotaefnum er hleypt aftur inn í hylkið getur það stofnað öryggi í hættu.
Fylgjast skal með eftirfarandi atriðum:
- Lokið ávallt loka á hylki þegar það er ekki í notkun
- skiljið aldrei tómt hylki eftir sem tengist vinnslu
- notið aldrei hylki sem móttökubúnað fyrir úrgangsgas, -vökva eða önnur efni
- komið varnarbúnaði fyrir, s.s. einstefnuloka
Hvað skal gera ef hylki mengast
Ef grunur leikur á um mengun hylkis, alveg óháð mengunarleið eða tegund mengunar, skal strax hafa samband við AGA og tilkynna það.
Áður en hylkinu er skilað skal merkja það og gefa allar upplýsingar sem skipta máli um þekkta eða grunaða mengun.