

Myndin hér að neðan sýnir brunamörk gastegundarinnar, þ.e.a.s. hvaða hlutfall gastegundarinnar í andrúmsloft er eldfimt. Appelsínugula línan sýnir hlutfall brennanlegu gastegundarinnar þar sem hætta á eldi eða sprengingu er umtalsverð.
Eftir því sem hlutfall brennanlegu gastegundarinnar eykst, þeim mun meiri er hættan. Þegar þéttninn er orðin meiri en hæsta gildið, mettast andrúmsloftið af gastegundinni og bruni eða sprenging verður ólíklegri.
Í kringum hvert ílát og í lokuðum rýmum getur jafnvel örlítill leki brennanlegrar gastegundar skapað íkveikjanlega blöndu við réttar aðstæður. Það eru þó litlar líkur á að ná lægri mörkum íkveikjanlegrar blöndu sé unnið úti þar sem góð náttúruleg loftræsting er.
Leki brennanlegra gastegundar getur skapað íkveikjanlega blöndu í andrúmsloftinu umhverfis lekann og getur valdið bruna eða sprengingu. Þess vegna hefur lyktarefni verið blandað við sumar þeirra sem þýðir að auðveldara er að uppgötva leka.
Gray - air content vol %; red - gas content vol %