Hjá flestum viðskiptavinum okkar er tímasparnaður afar mikilvægurog því er okkur sérstök ánægja að geta nú gert þeim enn auðveldara að eiga viðskipti við okkur.
Vefpantanir eru ein leið að því markmiði. Með vefpöntunum geturðu pantað hylki með þeim gastegundum sem þig vantar á netinu, hratt og auðveldlega. Við sendum pöntunina á afhendingarheimilisfang þitt, eftir venjulegum leiðum og samkvæmt venjulegum skilmálum.
Þrjú einföld skref
1. Stofna nýja pöntun
2. Settu vörurnar sem þig vantar í innkaupakörfuna
3. Staðfestu upplýsingar um afhendingu og sendu pöntunina.
Til að flýta enn meira fyrir þér geturðu búið til sniðmát fyrir staðlaðar pantanir eða notað valkostinn „pöntun í bið“. Þegar við höfum móttekið pöntun staðfestum við hana með tölvupósti. Þú getur einnig fylgst með stöðu sendingarinnar og skoðað feril sendinga.
Til að geta pantað á netinu þarftu að skrá þig hjá okkur og stofna notandareikning. Til að gera þetta skaltu hafa samband við þjónustuver Linde Gas ehf.