Kynntu þér vetni. Leitaðu til Linde​

Loftslagsbreytingar eru ekki fjarlæg ógn – þær eiga sér nú þegar stað. Leyfðu okkur að hjálpa þér við að skipta yfir í orkugjafa sem hefur litla eða enga kolefnislosun í för með sér.​​

Finndu rétta hlífðargasið

Prófaðu nýju og einföldu netleiðbeiningarnar okkar fyrir gas – finndu rétta hlífðargasið fyrir suðuaðferðina og efnin sem þú vinnur með.​

Lausnir fyrir matvælaiðnaðinn​​

Við erum til þjónustu reiðubúin til að auðvelda þér að standast auknar kröfur um gæði og ferskleika matvæla.​​

Viðskiptavinagátt – Þinn aðgangur til að kaupa og hafa umsjón með gasinu þínu

Það sem við gerum hjá Linde

Linde er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í iðnaðargasi. Gasið okkar er notað alls staðar í heiminum, á degi sem nóttu, við rafsuðu, kælingu, hitun, iðnaðarþvott og greiningar á rannsóknarstofum, svo fátt eitt sé nefnt. Iðnaðargas frá Linde gegnir mikilvægu hlutverki við málmvinnslu, í efnaiðnaði, matvælaiðnaði, umhverfisvernd, gler- og raftækjaframleiðslu, í lyfjaiðnaðinum og við rannsóknir og þróun.

Fyrir lyfjalofttegundir og ýmis konar Special gas eru nákvæm samsetning, hreinleiki og rekjanleiki mikilvæg og þessi framleiðsla þarf að uppfylla strangar kröfur. Linde uppfyllir kröfur löggjafans fyrir framleiðslu og afhendingu á gas fyrir lyfja- og matvælaframleiðslu.

Linde leggur metnað sinn í að bjóða upp á fyrsta flokks gas og gasblöndur fyrir einstakar rafsuðuaðferðir í netverslun Linde. Sérhver vinnsla krefst sérstaks gass fyrir skurð og rafsuðu. Algengasta notkunin er rafsuða, svo sem MIG-, TIG- og MAG-suða. Þessi rafsuða krefst yfirleitt hlífðargass á borð við argon, helíum eða svipaðar gasblöndur.

Hvort sem um er að ræða hefðbundna rafsuðutækni, hitaskurð, geislaskurð, rafgassskurð, ýmiss konar húðunarferli eða annað eru vöruflokkarnir okkar notaðir á mörgum sviðum. Meðal vöruflokka Linde eru CORGON®, MISON®, CRONIGON®, VARIGON®, LASGON®, LASERMIX® og ODOROX®. Acetýlen, köfnunarefni, vetni, súrefni, etýlen, metan, própan og kælimiðlar uppfylla gæðakröfur viðskiptavina okkar á mismunandi hreinleikastigum. Matvælaiðnaðurinn setur ströngustu kröfurnar um gas sem virkar sem íblöndunarefni.

Taktu fyrstu skrefin með okkur!

Það er auðvelt og þægilegt að gerast viðskiptavinur hjá okkur og byrja að panta vörur frá Linde. Þú getur valið hvort þú vilt fá gasið afhent á staðinn eða fara til næsta umboðsaðila.

  • 1. Koma í viðskipti
  • 2. Skráning í viðskiptavinagátt
  • 3. Kaupa í fyrsta skipti
  • 4. Njóta vara og þjónustu Linde