Varðveisla við lághita

Líffræðileg sýni skal geyma við hitastig sem er nægilega vel fyrir neðan markhita. Af þessum sökum eru frumur geymdar í sérstökum frystum sem eru kældir með því að nota fljótandi köfnunarefni.

Skilvirk frostgeymsla með sjálfvirkum frystum með fljótandi köfnunarefni

Með lausnum frá Linde er einfaldara að nota lághitatækni. Við bjóðum upp á búnað sem hentar fyrir margs konar mismunandi miðla og geymsluhita. Linde býður upp á mesta úrval vara á markaði fyrir geymslu líffræðilegra efna og háþróuðustu lofttæmingartækni sem í boði er á þessu sviði. Við bjóðum meðal annars djúpfrystitæki með fljótandi köfnunarefni, brúsa með fljótandi köfnunarefni og margs konar fylgibúnað. Vegna sérþekkingar okkar getum við boðið upp á og sett upp sérstök kerfi sem eru afhent tilbúin til notkunar, nýta fljótandi köfnunarefni á sem skilvirkastan og hagkvæmastan hátt og hámarka um leið fjárfestingu í geymslum.

Kostir köfnunarefnisfrysta samanborið við rafmagnsfrysta

Köfnunarefnisfrystar eru áreiðanlegir, taka minna pláss, hafa lægri viðhaldskostnað og eru hljóðlátari en sambærilegir rafmagnsfrystar. Þeir geta einnig náð lægra hitastigi en sambærilegir rafmagnsfrystar. Lægra hitastig tryggir aukið öryggi og lengri líftíma sýnanna. Búnaðurinn lekur heldur ekki hita út í umhverfið.

Háorku HE-línan notar 40% minna köfnunarefni en hefðbundinn búnaður með svipað rúmtak. Hver frystir er hannaður til að halda sem mestu lofttæmi meðan á frystingu stendur. Bygging frystisins gerir notanda mögulegt að geyma sýnin í gasfasa. Geymsluhitastigið, -190 °C í MVE HE (High Efficiency) gerðunum, er það lægsta sem þekkist á markaðnum. .
Með því að velja fljótandi köfnunarefnisfrysti tryggir þú öruggt og lífvænlegt umhverfi, laust við hávaðann og hitann sem vélfrystar gefa frá sér.

Vissirðu þetta?

● Köfnunarefni er óhvarfgjörn lofttegund sem kemur einnig í veg fyrir eld- eða sprengihættu.

● Fljótandi köfnunarefni er afar skilvirkt kæliefni vegna lágs suðumarks, -196 °C

● Lækkun hitastigs úr +20 °C í -196 °C (ΔT = 216 gráður) krefst 0,5–1 lítra af fljótandi köfnunarefni á hvert kíló af málmi. Vegna hættu á frostbiti skal meðhöndla fljótandi köfnunarefni eins og sjóðandi vatn.

Sjálfvirkir köfnunarefnisfrystar

Linde býður vörur frá einum fremsta framleiðanda heims á sviði lofteinangraðra geyma, Chart-Biomedical. Þar á meðal eru sjálfvirkir frystar með fljótandi köfnunarefni af MVE HE-gerð þar sem hitastiginu -150 °C eða -190 °C er viðhaldið með því að láta fljótandi köfnunarefni streyma í hringrás í neðri hluta búnaðarins. Sýnin eru fryst í gasfasa en ekki dýft í fljótandi köfnunarefnið.

Búnaðurinn er hannaður til að viðhalda stöðugu hitastigi, hvort sem lífefnin eru geymd í vökva eða gasi. Einn frystir getur rúmað frá 15.600 til 94.500 lífsýnaglös og hægt er að velja um mismunandi stærðir frysta eftir þörfum viðskiptavinarins.

Frystar með fljótandi köfnunarefni eru útbúnir með TEC 3000 stjórnkerfi. TEC 3000 er stjórnkerfi sem notar ýmiskonar tækni sem gerir stjórnanda búnaðarins kleift að hafa eftirlit með umhverfinu inni í frystinum með ýtrustu nákvæmni. Hver frystir hefur allt að 230 lítra geymslutank með sjálfvirkri stýringu á fljótandi köfnunarefninu. Fyrir stærri frysta er fljótandi köfnunarefni leitt inn um lagnir sem einangraðar eru með lofttæmi úr utanaðliggjandi tanki.

NÝR orkunýtinn valkostur fyrir lághitageymslu við mjög lágt hitastig

Linde býður upp á fullkomlega þurran frysti til sýnageymslu í samstarfi við Chart Bio Medical. Frystirinn getur viðhaldið notandastýrðu hitastigi allt frá -50 °C niður í -150 °C.

MVE Variō-línan dregur verulega úr hættunni á mengun sýna við snertingu við fljótandi köfnunarefni en tryggir um leið öryggi og stöðugt hitastig, jafnvel þótt lokið sé opið, sem nauðsynlegt er við lághitageymslu með fljótandi köfnunarefni.

MVE Variō-línan getur boðið þetta allt og það með innan við 1% af orkunotkuninni og um það bil 70% minnkun á heildarrekstrarkostnaði samanborið við vélræna frysta í fremstu röð.

Chart MVE1800 Vario

Hvað segja viðskiptavinir?

„Annað sem skiptir okkur miklu máli er öryggi sýna. Svo ef rafmagnið fer getum við geymt sýnin í frysti í tvær vikur eftir síðustu áfyllingu af fljótandi köfnunarefni, sem væri ekki hægt með rafmagnsfrystum, þar sem yfirleitt þarf að fjarlægja sýnin innan sólarhrings.“

Tiina Vesterinen,
yfirmaður rannsóknarstofunnar FIMM Sample Storage í Helsinki,
HiLIFE, Háskólanum í Helsinki