Linde er leiðandi fyrirtæki á sviði iðnaðargass og verkfræðilausna,
með sölu upp á 33 milljarða bandaríkjadala árið 2022. Linde er með um það bil 80.000 manns í
vinnu á alþjóðavísu og þjónar viðskiptavinum í meira en 100 löndum um allan heim.
Lesa meira →
Helsta tölfræði fyrir Linde í Norður-Evrópu – Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin
- •1 600 starfsmenn
- •8 lönd
- •8 tungumál
- •90 framleiðslueiningar á 59 stöðum
- •600 sölustaðir
- •400 000 viðskiptavinir sem kaupa gas
Ísaga var stofnað á Íslandi 1919 í þeim tilgangi að hægt væri að vitavæða Ísland með því að framleiða Acetylen fyrir lampana sem voru notaðir í vitum landsins. Alla tuttugustu öldina fylgdi Ísaga með í þeirri þróun sem varð í gastækni og -þjónustu með stöðugt vaxandi áherslu á gas fyrir heilbrigðisþjónustu og iðanaðinn í landinu. Árið 2000 sameinaðist Ísaga, Linde og árið 2020 skipti Ísaga um nafn og heitir nú Linde Gas ehf.
MARKMIÐ OKKAR
Markmið okkar er að auka framleiðni í heiminum á hverjum degi með því að bjóða upp á fyrsta flokks lausnir, tækni og þjónustu sem auka árangur viðskiptavina okkar og hjálpa til við að vernda jörðina og auka sjálfbærni.
Skuldbindingar okkar um heilindi
„Við hjá Linde lifum og störfum samkvæmt gildum fyrirtækisins vegna þess að við gerum okkur grein fyrir að gildin okkar varða leiðina í átt að árangursríkri og sjálfbærri framtíð.
Við leggjum áherslu á að ná markmiðum okkar á siðferðislegan hátt og af fullum heilindum vegna þess að með því að vera traustur samstarfsaðili löðum við til okkar aukin viðskipti.
Við höfum einsett okkur að bæta samfélagið þar sem við störfum og búum vegna þess að við viljum vera stolt af okkur sjálfum og starfsemi okkar.“
Sanjiv Lamba, framkvæmdastjóri Linde PLC
Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar
