Greining og tækjabúnaður

Rannsóknir, tilraunir og mælingar sem ákvarðandi þættir í öllum atvinnugreinum

Um það bil allt sem við borðum, drekkum og notum hefur verið greint á einhverju stigi. Það væri ekki mögulegt án tilkomu háhreinna, sérhæfðra gastegunda. Verkfæri sem hafa verið kvörðuð með sérhæfðum gasblöndum eru notuð til að mæla súrefni, vatn og jarðvegsmengun, prófa útblástur úr bílum, fylgjast með verkferlum og einangra glugga – svo fátt eitt sé nefnt. Þar sem svið greininga og tækjabúnaðar er svo fjölbreytt sem raun ber vitni þurfa rekstraraðilar rannsóknarstofa áreiðanlegan samstarfsaðila sem getur boðið fjölbreytt úrval háhreinna gastegunda og -blanda. Nánar tiltekið þurfa þeir þjálfaða og reynda sérfræðinga sem skilja þarfir þeirra.


Kjörinn samstarfsaðili

Sem helsti birgir á sviði gas og búnaðar fyrir sérstaka vinnslu getum við hjálpað þér að hámarka afköst á rannsóknarstofunni með því að útvega nákvæmlega gasið eða gasblönduna sem þú þarft að viðbættri virðisaukandi þjónustu og hátæknibúnaði. Hvort sem þú ert sérhæfður fagaðili á sviði efnagreiningar, klínískrar notkunar efna eða gæðaeftirlits með framleiðsluvörum getur þú treyst því að við útvegum sérhæfðar lausnir sem auka skilvirkni og nákvæmni í öllum verkferlum. Vegna þess að nákvæmni skiptir máli í öllu sem við gerum.

Við störfum með mörgum fyrirtækjum, framleiðendum, rannsóknarstofnunum, ríkisstofnunum og sérfræðingum í fremstu röð og útvegum þeim framúrskarandi gasvörur fyrir margs konar notkun og búnað

● Í tengslum við eftirlit með losun út í umhverfið eða viðskipti með losunarheimildir krefjast yfirvöld rekjanleika til að hægt sé að tryggja að kröfur um almannaöryggi séu uppfylltar

● Rekjanleiki eru tengslin milli mæligildis og fastsettrar einingar í landsbundnu eða alþjóðlegu mælikerfi. Rekjanleika er ekki hægt að tryggja með því einu að fylgja tilteknu verkferli eða nota sérhæfðan tækjabúnað.

Til að rekjanleiki sé fyrir hendi verður að vera hægt að sýna fram á órofna keðju samanburðar á sýninu og faggiltu mælikerfi. Mælikerfið sem gildin eru færð inn í þarf að vera auðskiljanlegt og háð eftirliti þriðja aðila.

HiQ – nákvæmni skiptir máli í öllu sem við gerum

HiQ stendur fyrir allar tegundir sérhæfðra gaslausna frá Linde, allt frá gasi og búnaði fyrir sérstaka vinnslu yfir í sérútfærðar gaslausnir og afar háþróuð verkefni:

  • ● Afar hrein gös
  • ● Eðalgös
  • ● Gasblöndur
  • ● Hönnun og högun gasdreifikerfa
  • ● ACCURA- og SECCURA-stoðþjónusta fyrir gas
  • ● Viðhaldsþjónusta
  • ● Greiningarvottorð
  • ● Rekjanleiki
  • ● Fræðsla

Faggilding er mikilvægur þáttur í framleiðslu gas fyrir sérstaka vinnslu

Margar af sérhæfðu HiQ®-gasvinnslustöðvunum okkar hafa fengið vottun sem framleiðsluaðili samkvæmt staðlinum ISO 9001, en aðrar vinnslustöðvar hafa fengið sérstaka vottun í samræmi við staðla á borð við ISO 17025:2005, sem tilrauna- og/eða kvörðunarrannsóknastofur og í samræmi við handbókina ISO GUIDE 34.
Slík vottun tryggir mestu mögulegu gæðavottun og gerir okkur kleift að fullyrða með vissu að aðferðirnar sem fyrirtækið notar til að votta faggiltar kvörðunargastegundir séu nákvæmar, samræmdar, skrásettar og sannvottaðar. Sjálfsafgreiðslulausnin okkar sem gerir þér kleift að setja saman blöndur úr hundruðum efnasambanda. Hún er fljótleg og einföld í notkun og veitir þér strax svörun við því hvort vara sé tiltæk, upplýsingar um samsvarandi blöndur og ráðleggingar.

Prófaðu SPECIFY-gasblöndutólið frá Linde

Fylgdu nokkrum einföldum skrefum til að leggja fram fyrirspurn á netinu:

  • ● Opnaðu linde-specify.com
  • ● Ákveddu fjölda efnisþátta sem þú vilt blanda saman – að hámarki 30
  • ● Veldu efnisþættina
  • ● Blandaðu þeim saman við vegið gas
  • ● Veldu vottun
  • ● Veldu pakkningu

  • Bíddu eftir staðfestingu – kerfið lætur þig vita hvort hægt sé að framleiða blönduna. Samhliða framkvæmir starfsfólk okkar lokaprófun á hagkvæmni og hefur samband við þig með tilboð svo fljótt sem unnt er.

Kaupa vörur hér