Greining og tækjabúnaður
Rannsóknir, tilraunir og mælingar sem ákvarðandi þættir í öllum atvinnugreinum
Um það bil allt sem við borðum, drekkum og notum hefur verið greint á einhverju stigi. Það væri ekki mögulegt án tilkomu háhreinna, sérhæfðra gastegunda. Verkfæri sem hafa verið kvörðuð með sérhæfðum gasblöndum eru notuð til að mæla súrefni, vatn og jarðvegsmengun, prófa útblástur úr bílum, fylgjast með verkferlum og einangra glugga – svo fátt eitt sé nefnt. Þar sem svið greininga og tækjabúnaðar er svo fjölbreytt sem raun ber vitni þurfa rekstraraðilar rannsóknarstofa áreiðanlegan samstarfsaðila sem getur boðið fjölbreytt úrval háhreinna gastegunda og -blanda. Nánar tiltekið þurfa þeir þjálfaða og reynda sérfræðinga sem skilja þarfir þeirra.
Kjörinn samstarfsaðili
Sem helsti birgir á sviði gas og búnaðar fyrir sérstaka vinnslu getum við hjálpað þér að hámarka afköst á rannsóknarstofunni með því að útvega nákvæmlega gasið eða gasblönduna sem þú þarft að viðbættri virðisaukandi þjónustu og hátæknibúnaði. Hvort sem þú ert sérhæfður fagaðili á sviði efnagreiningar, klínískrar notkunar efna eða gæðaeftirlits með framleiðsluvörum getur þú treyst því að við útvegum sérhæfðar lausnir sem auka skilvirkni og nákvæmni í öllum verkferlum. Vegna þess að nákvæmni skiptir máli í öllu sem við gerum.
