Öryggi hjá Linde
Öryggi starfsfólks og viðskiptavina Linde byggist á fyrirbyggjandi vinnubrögðum. Við fylgjum stefnu okkar um öryggi, heilsu og umhverfi til hins ýtrasta: Öryggi, heilbrigði og umhyggja fyrir umhverfinu eru undirstöðuþættir rekstrarins á öllum sviðum fyrirtækisins. Markmið okkar er slysalaust vinnuumhverfi bæði innan fyrirtækisins og í samstarfi við aðra. Þegar kemur að þessu markmiði styðjum við einnig á virkan hátt við samstarfsaðila okkar og viðskiptavini. Við fylgjum alþjóðlegum viðmiðum Linde innan fyrirtækisins og í allri virðiskeðjunni. Við gerum áreiðanleikakannanir til að draga úr hugsanlegri áhættu vegna brota á reglum eða viðmið varðandi umhverfismál í öllum yfirtökum og samrekstri. Stjórnarmeðlimur Linde er æðsti yfirmaður með ábyrgð á þessu sviði.
Öll meðferð á gasi felur í sér ákveðna hættu. Jafnvel súrefni og köfnunarefni, sem við öndum að okkur á hverjum degi, getur valdið vandræðum við ranga meðhöndlun. Ef þú vinnur með gastegundir er nauðsynlegt að þú þekkir og skiljir þá hættu sem getur skapast. Öryggi starfsfólks þíns byggist á fyrirbyggjandi vinnubrögðum. Við útvíkkum okkar markmiðið um engin slys og engin áföll út fyrir Linde með því að veita þér ítarlegar upplýsingar og hagnýtar leiðbeiningar um örugga meðhöndlun á afurðum okkar. Við erum með kerfi og verklag fyrir bæði umhverfis- og orkustjórnun, sem byggja á meginreglum ISO-staðlanna, og sem styðja við stöðugar umbætur.
Öryggi við meðhöndlun gass
Hjá Linde tryggjum við að öll starfsemi með gas uppfylli ströngustu alþjóðlega öryggisstaðla og bestu starfsvenjur varðandi öryggi, heilbrigði, umhverfi og gæði. Þess vegna bjóðum við upp á margvíslega öryggisþjónustu byggða á ítarlegum skilningi okkar á löggjöf og alþjóðlegum stöðlum, svo sem öryggisnámskeið, úttektir á öryggi vinnustaða, yfirferð tækniferla og áhættumat.
Gashylkin okkar eru hönnuð og framleidd í samræmi við Evrópustaðal EN 1089-3 sem gerir kleift að þekkja einkenni viðkomandi gastegundar af umbúðunum. Með því að leigja gashylki frá okkur tryggjum við að regluverk sem snýr að þeim sé uppfyllt.
Niðurhal
| Kynningarrit | Önnur skjöl |
|---|---|
