Efnafræði framleiðsluferla

Við miðlum þér af þeirri þekkingu sem við höfum aflað með áratugareynslu og langri afrekaskrá.

Verkfræðiþekking í notkun á gasi

Starfsmenn Linde eru meðal helstu sérfræðinga heims þegar notkun á gasi er annars vegar og geta því lagt sitt af mörkum til að auka skilvirkni, nýtingu og gæði í ýmsum atvinnugreinum. Kynntu þér fjölbreytilega notkun asetýlens í efnasmíði, ávinning af herðingu olíu og fitu til að auka geymsluþol og stöðugleika, notkun köfnunarefnis til að hræra og blanda vökva og notkun iðnaðargass við hvörfun á gasi og vökva.

Tengd svæði

Asetýlen er fjölhæft verkfæri í nútímaiðnaði með sérunnin og sértæk íðefni, þökk sé einstakri og meðfærilegri hvarfgirni þess í ýmiss konar syntetískri framleiðslu. Hægt er að nýta syntetíska möguleika asetýlens við ýmis ferli í efnaiðnaði, svo sem framleiðslu á ilmefnum, vítamínum, fjölliða aukefnum, leysum og yfirborðsvirkum efnasamböndum.

Matarolíur geta þránað þegar þær komast í snertingu við súrefni. Áskorunin felst í því að gera olíurnar stöðugri til að auka geymsluþol þeirra. Herðing er ein leiðanna að því markmiði. Þá er fitusýrum umbreytt með efnafræðilegum ferlum til að fækka tvítengjum. Hert olía er mun stöðugri við geymslu en ómeðhöndluð olía og þránar ekki eins fljótt. Hún hefur einnig hærra bræðslumark og hentar því vel til steikingar og kökubaksturs. Við bjóðum upp á sérhannaðar vetnislausnir fyrir öll svið matarolíuiðnaðarins. Við getum hannað og rekið framleiðslustöð á staðnum eða einfaldlega afhent fljótandi vetni í samræmi við þarfir þínar.

köfnunarefni er sveigjanlegt verkfæri til að blanda og geyma vökva. Það býður upp á talsverða kosti umfram hefðbundnar hræriaðferðir. Ekki er þörf á neinum vélrænum búnaði svo það eru engin efnahvörf við vökvann og ekki er þörf á þrifum í kjölfarið. Auðvelt er að stýra aðferðinni og henni fylgir jafnframt sá kostur að hún bætir engu nýju súrefni við kerfið um leið og súrefnismagnið er minnkað.

Iðnaðargas, svo sem súrefni, vetni, kolsýringur og koltvísýringur, er mikið notað við smíðaferli í efnaiðnaði. Við höfum hannað einingaskiptan, fjölvirkan prófunarhvarftank sem hrært er í til að rannsaka hin ýmsu efnahvörf einsleitra gastegunda/vökva. Prófunarhvarftankurinn sem sýndur er á myndinni er fullkomlega til þess fallinn að sannreyna bráðabirgðaniðurstöður rannsókna og til að stækka upp í meðalstórar eða stórar tæknilegar stöðvar.

Hægt er að nota loftkennt súrefni í margs konar oxun á gasi/vökva, til dæmis við framleiðslu á vetnisperoxíði eða oxun tólúenafleiðna. Tveir súrefnisferlar koma til greina fyrir oxunarferli, súrefnisauðgun oxunarlofts og heildarútskiptingu andrúmslofts fyrir súrefni. Ávinningur af þessum ferlum er meðal annars aukin afköst og sértækni , og sömu afköst við lægra hitastig. Við bjóðum upp á fjölda þjónustuvalkosta, svo sem hagkvæmni- og hagnaðarathuganir, prófunarkeyrslur, með hvarftanki sem hrært er í, til að meta áhrifin, uppsetningu á gasblöndunareiningum og uppsetningu og gangsetningu súrefnisveitukerfa.

Framleiðsla á sértækum efnaafurðum og virkum efnasamböndum fyrir lyfjaiðnaðinn hefur vaxandi þörf fyrir efnasmíðar, kristöllun og aðrar efnaferliseiningar við mjög lágt hitastig. Með notkun fljótandi köfnunarefnis sem kælivökva er hægt að kæla vökvastreymi niður í ákaflega lágt hitastig. Kryógenísku kælilausnirnar fyrir vökva frá Linde eru áreiðanlegar og kæla vökvakerfi á skilvirkan hátt niður í allt að mínus 120 °C.

Nokkrir af kostunum við þessar einingar eru:
Mikill sveigjanleiki þar sem auðvelt er að breyta hitastillingum.
Nákvæm skráning á vinnslubreytum.
Hagkvæm notkun á nitur til kælingar, sem hægt er að endurnýta sem hlutlaust gas og hjálpar til við að halda rekstrarkostnaði í lágmarki.

Oxun í misleitum gasfasa í hvarftanki með föstu eða fljótandi beði er mikið notuð við framleiðslu á efnum í miklu magni. Súrefnissameindir eru algengasta oxunarefnið sem notað er í þessum skrefum í efnahvörfunum. Ferlið sem er notað ákvarðar hvort það er loft (t.d. við framleiðslu á malínanhýdríð eða þalanhýdríði), súrefnisauðgað loft (t.d. við framleiðslu á akrýlnítríli) eða hreint súrefni (t.d. við framleiðslu á vínylasetati) sem er notað sem loftkennt oxandi efni. Oxanir með fljótandi beði eru oft framkvæmdar með notkun oxunargasstraums, vegna þess að hann inniheldur mikið magn af köfnunarefni, sem stuðlar að skilvirkri flæðihreyfingu loftstraumsins fyrir agnir úr föstum efnum.

Viðbót á hreinu súrefni við oxunarloftið eða bein innspýting súrefnis í hvarftankinn getur haft mikla kosti í för með sér fyrir þig sem viðskiptavin, til dæmis:
Aukið afkastagetu
Aukið öryggi loftþjöppunar
Ekki þörf á að hreinsa úrgangsloft
Aukinn sveigjanleika í rekstri.
Þar að auki er stofnkostnaður við að koma slíku súrefniskerfi á laggirnar tiltölulega lágur.

Í mörgum verksmiðjum koma upp vandamál við að halda sýrustigi stöðugu í frárennslisvatni. Oftast þarf að lækka sýrustigið og gjarnan notaðar ólífrænar sýrur. Búnaðurinn sem þarf til þessa er dýr og aðferðinni fylgja önnur vandamál. Notkun brennisteinssýru leiðir til súlfata í vatninu og saltsýra er afar ætandi fyrir lagnir og búnað. Þetta leiðir til alls kyns vanda og mikils rekstarkostnaðar. Erfitt er að meðhöndla slíkar sýrur á öruggan hátt.

Koltvísýringur myndar veika sýru sem gerir stjórnun sýrustigs mun nákvæmari og öruggari, kemur í veg fyrir ofskömmtun og búnaðurinn er einfaldari og ódýrari . Að auki bætir þetta til muna jafnarýmd vatnsins sem meðhöndlað er.