Notkun
Við aðstoðum viðskiptavini okkar með því að efla verkferla og sjálfbærni á öllum sviðum iðnaðar með tækninýjungum í og við notkun gastegunda. Sem sérfræðingar í iðnaðargasi búum við hjá Linde yfir mikilli þekkingu á þeim fjölmörgu gasvinnsluferlum sem gegna lykilhlutverki í starfsemi viðskiptavina okkar. Við störfum náið saman við þróun nýrra gaslausna sem taka á nýjum áskorunum og tækifærum og gera viðskiptavinum okkar kleift að vera áfram í fremstu röð í sinni atvinnugrein.
