Við færum þér ávinninginn af áratugalangri og staðfestri reynslu
Sérfræðingar okkar eru meðal þeirra fremstu í heiminum þegar notkun á gasi er annars vegar. Hér finnurðu úrval upplýsinga um nýjustu vinnsluferli og sérfræðiþekkingu sem þeir hafa aflað sér á sviði hreinsunar, slípunar og mölunar.
Hreinsun með þurrís ( CO2 )
Við prentun mengast flestir hlutar prentvélarinnar af alls kyns efnum líkt og uppþornuðum prentlitum,
pappírsryki, feiti, olíu, yfirborðsmeðferðarefnum, lakki og svo framvegis. Hefðbundin hreinsun krefst
tærandi efna sem eru eitruð, hættuleg og geta verið eldfim. Slíkri hreinsun fylgir að auki langur tími sem
vélin er ekki í notkun. Notkun á þurrís til hreinsunar ryður flestum þessara vandamála úr vegi og færir
notandanum verulegan ávinning.
Hreinsiefnið (þurrískögglar) er mjúkt, eins og gifs, og veldur því engum rispum, sliti eða skemmdum, jafnvel
á viðkvæmu yfirborði. Þegar hylkin eru fjarlægð má komast að öllum yfirborðsflötum og hægt er að hreinsa þá
á aðeins broti þess tíma sem áður þurfti til verksins. Þetta skilar verulegri styttingu á tíma sem vélin er
ekki í notkun. Enn meiri sparnaður næst þar sem enginn kostnaður er við förgun.
Vissirðu þetta?
● Til að búa til gúmmíkurl þarf að minnka dekkjatætlurnar eða -flögurnar. Það er gert
með aðferð sem kallast lághitamölun.
● Lághitavinnsla felur í sér notkun á fljótandi köfnunarefni (-196 °C) til að frysta dekkjaflögurnar
áður en þær eru minnkaðar. Gúmmíinu er dýft í fljótandi köfnunarefni til að kæla dekkjaflöguna. Kælda
gúmmíið er síðan malað í minnkunarbúnaði með höggum.
Hreinsun með fljótandi gasi
CRYOCLEAN®-hreinsunarferlið með þurrís eykur afköst prentvéla til muna með því að draga samtímis úr kostnaði vegna hreinsunar. Lághitamölun getur náð fram mjög fínni mölun þar sem flest harðgerð efni verða yfirleitt stökk þegar þau eru kæld með fljótandi köfnunarefni. Hægt er að aðskilja úrgangsefni með því að nýta kulda fljótandi köfnunarefnis. Lághitamölun getur náð fram mjög fínni mölun þar sem flest harðgerð efni verða yfirleitt stökk þegar þau eru kæld með fljótandi köfnunarefni.
Mölun
Lághitaefni geta verið góð leið til að draga úr stærð efna
sem ekki er hægt að mala við eðlilegar aðstæður. Mörg efni sem eru fjaðrandi við stofuhita verða stökk og
glerkennd við lágan hita. Þannig er hægt að mala þessi efni í duft með höggum eða sundurskurði. Einnig má
nota slíka mölun til að mynda agnir af óvenjulegri lögun eða stærð.
Ýmiss konar efniviður hentar vel til lághitamölunar. Til dæmis er oft hægt að breyta efnum sem eru
límkennd eða olíukennd í fast efni og mala þau. Hægt er að vinna vörur sem eru hitanæmar við hitastig sem
býður upp á mölun án þess að spilla þeim eða bræða þær. Þar að auki getur lághitavinnsla losað í sundur efni
sem hafa fleiri efnisþætti, svo sem krómað ABS (plast). Þá er einnig hægt að mala krydd án þess að glata
rokgjörnum olíum og bragðefnum og þar með má varðveita og auka gæði þeirra.
Fljótandi köfnunarefni
Sá kælimiðill sem er almennt mest viðurkenndur fyrir lághitamölun er fljótandi köfnunarefni (-196 °C). Ólíkt koltvísýringi fer fljótandi köfnunarefni ekki í gegnum fastan fasa heldur umbreytist beint í loftkennt ástand. Því má sprauta fljótandi köfnunarefni beint inn í kvörn. Við eðlisbreytinguna í lofttegund veldur það sterkum kælingaráhrifum á vöruna. Einnig má nota koltvísýring í föstu formi (einnig þekktur sem þurrís) eða fljótandi koltvísýring sem kælimiðil fyrir mölun ef ekki er þörf á hitastigi undir -78 °C. Við bjóðum upp á sérsniðnar afhendingarlausnir fyrir uppsetningu kælimölunarbúnaðar, allt frá afhendingu gass og geymslukerfum yfir í aðveituleiðslur og þrýstings- og hitastýringarlausnir.
Niðurhal
| Öryggisblöð | Upplýsingablöð og kynningarrit |
|---|---|
