Við nýtum iðnaðargas til að hámarka vinnslu á plasti og gúmmíi
Plastiðnaðurinn stendur frammi fyrir margvíslegum umhverfis-, framleiðni- og gæðaáskorunum á ýmsum stigum framleiðslukeðjunnar. Iðnaðargas getur gegnt lykilhlutverki í því að betrumbæta mörg þessara vinnsluferla. Við höfum þróað margvíslega gastækni sem er sérstaklega ætluð fyrir plastiðnaðinn. Auk þess að þróa vélbúnað og gaslausnir þjónustum við viðskiptavini okkar með fyrsta flokks ráðgjöf til að hámarka gæði, afkastagetu og arðsemi.
Svæði
Notkun köfnunarefnis til að draga úr kostnaði og auka framleiðni. Nota má köfnunarefni í stað gufu við súlfun hjólbarða og slangna. Þessi sannreynda og umhverfisvæna lausn býður upp á eftirfarandi kosti:
• Minni orkukostnað
• Aukna framleiðni með styttri lotum• Aukin gæði og lengri endingu hjólbarðaslangna
• Minni viðhaldskostnað vegna minni tæringar leiðslna
• Linde veitir fullan stuðning við skipti yfir í köfnunarefni með aðstoð á staðnum meðan á prófunum og vörutilraunum stendur.
Við bjóðum einnig upp á aðstoð við að velja besta birgðakerfið til að uppfylla þarfir þínar og vinnum með þér til að fínstilla kerfið til að ná sem mestum ávinningi.
Þrýstimótun fyrir frauðun og kælingu. Nota má koltvísýring eða köfnunarefni sem þanefni við þrýstimótun. Þessar óhvarfgjörnu lofttegundir bjóða upp á marga kosti þar sem þær eru umhverfisvænar, ódýrar og eldfimar. Notkun þanefna, koltvísýrings eða köfnunarefnis í þrýstimótun skilar sér í léttari hlutum og minni notkun hráefnis. Þanefninu er fyrst sprautað með mikilli nákvæmni inn í fjölliðubráðina með skömmtunareiningu og síðan er það leyst upp í fjölliðunni. Þrýstingnum er viðhaldið í gegnum alla þrýstimótunina.
Hratt þrýstingsfall skapar einsleita hólfabyggingu frauðfjölliðu sem skilar sér í léttri, sterkri vöru sem hægt er að nota á margs konar hátt í umbúða-, bíla-, rafmagns- og framleiðsluiðnaði. Sem dæmi um vörur sem eru framleiddar með koltvísýringsfrauðun eru einangrunarplötur úr þrýtimótuðu pólýstýreni eða frauðplötur úr þrýstimótuðu pólýstýreni fyrir umbúðir utan um matvæli. Köfnunarefni er aðallega notað við framleiðslu á kapaleinangrun úr pólýetýleni.
Notkun fljótandi koltvísýrings við þrýstimótun með innri kælingu á prófílum og rörum eykur framleiðslugetu með mjög litlum fjárfestingarkostnaði. Einsleit kæling prófílsins dregur úr verpingu og eykur vörugæðin. Engar leifar og enginn raki er inni í prófílnum. Sérstaklega er mælt með þessari einkaleyfisvernduðu tækni fyrir hluti með þykkum veggjum og þrýstimótunarsamstæður með takmörkuðum kælihlutum. Til að auka afköst samstæðunnar er koltvísýringur notaður til innri kælingar á holum prófílum eða rörum.
Það er hægt að ná meiri skilvirkni og styttri lotum með því að nota koltvísýring eða köfnunarefni við sprautumótun með gasi, frauðun með smáum hólfum eða kælingartækni. Þessi gastækni sem þróuð er fyrir sprautumótun er með einkaleyfi.
Við sprautumótun með gasi er köfnunarefni sprautað undir háþrýstingi í bráðnu fjölliðuna til að búa til holan hluta. Sprautumótun með gasi býður upp á aukinn sveigjanleika í íhlutahönnun, minni þyngd og minni kostnað. Með því að nota köfnunarefni undir háþrýstingi í sprautumótunarferlinu fást aukin vörugæði, minni þyngd íhluta, kostnaðarlækkun og styttri lotur. PLASTINUM®-sprautumótun með óhvarfgjörnu gasi er framsækin aðferð til að auka gæði og framleiðni við sprautumótunarferli almennt og sér í lagi í sprautumótun með gasi.
Við bjóðum:
• Fullnægjandi birgðir með hylkjum eða hylkjapökkum fyrir prófanir eða við upphafsstig framleiðslu
• Tanka sem eru einangraðir með lofttæmi til að geyma fljótandi köfnunarefni eða koltvísýring, aðallega fyrir fulla framleiðslu
• Köfnunarefnisgjafa á staðnum með himnu- eða PSA-tækni
MVið frauðun með smáum hólfum sem hönnuð er fyrir sprautumótun er koltvísýringur eða köfnunarefni notað sem freyðiefni. Augljósir kostir eru minni framleiðsluþyngd og sparnaður við efniskostnað. Auk þess er krafturinn sem þarf til að klemma minni. Við sprautumótun er jöfn hitadreifing á yfirborði holrýmisins mikilvæg fyrir hágæðaframleiðslu og stuttar lotur.
Alvarleg vandamál fylgja sérstaklega hefðbundinni vatnskælingu langra, þunnra kjarna eða annarra svæða sem erfitt er að komast að, svo sem mikill hiti, stíflaðar grópir eða óæskilegt þrýstingstap. Afleiðingarnar eru vandamál við fjarlægingu, yfirborðsgallar, verping og langur kælingartími.
Hitastýring með fljótandi koltvísýringi kælir á skilvirkan hátt heitu blettina í mótinu, svo sem mjög þunna hluta, litla kjarna eða svæði með efnisuppsöfnun, sem hefur í för með sér mun styttri kælitíma og aukin gæði. Í þessu skyni flæðir fljótandi koltvísýringur við háan þrýsting (u.þ.b. 60 bör) í gegnum litlar, sveigjanlegar hárpípur (ytra þvermál 1,6 mm) nákvæmlega að notkunarstaðnum þar sem kæling á að fara fram.
Koltvísýringsþenslan myndar snjó- og gasblöndu með hitastigið -79 °C. Eftir að hiti hefur verið fjarlægður úr mótinu fer koltvísýringurinn, sem nú er loftkenndur, út úr holrýminu um útblástursrásir. Kæling móta með koltvísýringi er notuð til að auka gæði og stytta lotur.
Við frauðun með smáum hólfum sem hönnuð er fyrir sprautumótun er koltvísýringur eða köfnunarefni notað sem freyðiefni. Augljósir kostir eru minni framleiðsluþyngd og sparnaður við efniskostnað. Auk þess er krafturinn sem þarf til að klemma minni. Við sprautumótun er jöfn hitadreifing á yfirborði holrýmisins mikilvæg fyrir hágæðaframleiðslu og stuttar lotur.
Alvarleg vandamál fylgja sérstaklega hefðbundinni vatnskælingu langra, þunnra kjarna eða annarra svæða sem erfitt er að komast að, svo sem mikill hiti, stíflaðar grópir eða óæskilegt þrýstingstap. Afleiðingarnar eru vandamál við fjarlægingu, yfirborðsgallar, verping og langur kælingartími.
Hitastýring með fljótandi koltvísýringi kælir á skilvirkan hátt heitu blettina í mótinu, svo sem mjög þunna hluta, litla kjarna eða svæði með efnisuppsöfnun, sem hefur í för með sér mun styttri kælitíma og aukin gæði. Í þessu skyni flæðir fljótandi koltvísýringur við háan þrýsting (u.þ.b. 60 bör) í gegnum litlar, sveigjanlegar hárpípur (ytra þvermál 1,6 mm) nákvæmlega að notkunarstaðnum þar sem kæling á að fara fram.
Koltvísýringsþenslan myndar snjó- og gasblöndu með hitastigið -79 °C. Eftir að hiti hefur verið fjarlægður úr mótinu fer koltvísýringurinn, sem nú er loftkenndur, út úr holrýminu um útblástursrásir. Kæling móta með koltvísýringi er notuð til að auka gæði og stytta lotur.
Til þess að auka framleiðni og gæði vörunnar er hægt að nota fljótandi koltvísýring eða fljótandi köfnunarefni í stað kælds lofts við blástursmótun í plastiðnaði. Kostir blástursmótunar:
• Aukin framleiðni með skilvirkari notkun vélbúnaðar
• Meiri stöðugleiki ummáls á mótuðum hlutum
• Styttra framleiðsluferli
• Áferðarfallegri vara
• Þessi aðferð hentar best til að kæla þykka hluti með langt framleiðsluferli og langan kælingartíma
- Súlfun hjólbarða
- Þrýstimótun
- Þrýstimótun með innri kælingu
- Sprautumótun
- Sprautumótun með gasi, GIM
- Blettakæling með koltvísýringi
- Blástursmótun
Súlfun hjólbarða
Notkun köfnunarefnis til að draga úr kostnaði og auka framleiðni. Nota má köfnunarefni í stað gufu við súlfun hjólbarða og slangna. Þessi sannreynda og umhverfisvæna lausn býður upp á eftirfarandi kosti:
• Minni orkukostnað
• Aukna framleiðni með styttri lotum• Aukin gæði og lengri endingu hjólbarðaslangna
• Minni viðhaldskostnað vegna minni tæringar leiðslna
• Linde veitir fullan stuðning við skipti yfir í köfnunarefni með aðstoð á staðnum meðan á prófunum og vörutilraunum stendur.
Við bjóðum einnig upp á aðstoð við að velja besta birgðakerfið til að uppfylla þarfir þínar og vinnum með þér til að fínstilla kerfið til að ná sem mestum ávinningi.
Hvað segja viðskiptavinir?
„Linde er frábær uppspretta hugmynda um nýjungar sem hefur verið hrint í framkvæmd og hafa nú verið nýttar með góðum árangri á markaði. Þetta góða samband milli sérfræðinga í lofttegundum og sérfræðinga á sviði háþrýstibúnaðar skapar raunveruleg verðmæti fyrir viðskiptavini okkar.“
Renè Himmelstein,
aðstoðarforstjóri Maximator
Niðurhal
| Öryggisblöð | Upplýsingablöð og kynningarrit |
|---|---|
