Skurður

Til eru ýmsar leiðir til að hluta efni í sundur. Þar á meðal eru mekanískar aðferðir eins og véklippur/vélsagir og svo aðferðir sem krefjast hita, svo sem logskurður, plasmaskurður eða laserskurður.

Mismunandi aðferðir til að skera efni

Við logskurð, plasmaskurð og laserskurð er varmaorka notuð til að hita efni upp að glóhitastigi, bræðsluhitastigi eða uppgufunarhitastigi. Logskurður og laserskurður með súrefni notast við útverma orku efnahvarfsins við súrefnið. Logi og leysigeisli hita efni aðeins þangað til glóhitastigi er náð. Við plasmaskurð og laserskurð með köfnunarefni er efnið hitað upp að bræðsluhitastigi og skurðargasið blæs burt gjallinu. Val á skurðargasi verður að taka mið af notkuninni til að ná fram mestu gæðum.

Skurðaraðferðir

Logskurður er ferli sem byggir á bruna. Það er ekki heitur loginn sjálfur sem sker efnið heldur streymi súrefnis sem brennir sig í gegnum efnið þegar það hitnar og bægir brennandi efninu (suðulús) frá skurðinum. Áður en hægt er að byrja að skera verður að hita stálið að glóhitastigi með gasloga. Val á eldsneytisgasi hefur áhrif á gæði skurðarins og hversu langan tíma forhitunin tekur.

Nota má logskurð til að skera mjúkt og lítið blandað stál sem er allt að 1000 mm þykkt. Gæði skurðarins fara einnig eftir yfirborði hlutarins sem unnið er með og geta verið mismunandi eftir því hvernig hluturinn er grunnaður. Skurðarferlið býður upp á marga möguleika, til dæmis er hægt að nota fleiri en einn brennara til að skera beint, sem og fyrir skurð í áföngum og við undirbúning samskeyta. Einnig er auðvelt að gera ferlið vélrænt.

Laserskurður hentar best fyrir nákvæman skurð á þunnu efni. Gæði skurðarins eru svo mikil að hægt er að nota hlutina beint eða senda þá áfram í frekari vinnslu án þess að þurfi að ganga betur frá skurðinum. Hárfínn lasergeislinn er svo öflugur að hann bræðir efnið sem á að skera beint svo það gufar upp. Laserar geta líka skorið margt annað efni en málm, svo sem plast, tré og fleira.

Það veltur á verkinu sem vinna á hvor gastegundin, súrefni eða köfnunarefni, hentar betur sem skurðargas. Súrefni hvarfast útvermið (myndar hita) með efninu, sem býður upp á hraðari skurð en köfnunarefni leyfir. Af því leiðir að súrefni er algengasta gasið við skurð á mjúku og lítið blönduðu stáli. Aftur á móti hentar það ekki vel til að skera ryðfrítt stál vegna þess að skorna yfirborðið missir tæringarþol sitt. Yfirborð áls sem skorið er með súrefni er ójafnt og hvasst. Til að ná hreinu og oxíðlausu skurðyfirborði verður að nota köfnunarefni við skurð á þessum efnum. Sérhæfðu LASERLINE®-gastegundirnar og -dreifikerfin fyrir gas tryggja gæði og hagkvæmni við skurðarvinnu, frá upphafi til enda.

Plasmaskurður er bræðsluskurðaraðferð þar sem orka frá heitum plasmaljósboganum er notuð til að fjarlægja gjall. Rafgas (plasma) er ástand efnis þar sem gasið er jónað, en það þýðir að það er úr jákvæðum jónum og rafeindum sem valda því að efnið leiðir rafmagn. Rafgas bræðir efnið staðbundið og bráðna efnið er fjarlægt af skurðinum með gasstraumnum. Til dæmis er mjúkt stál oft skorið með súrefni eða köfnunarefni sem plasmagastegund, en ryðfrítt stál er oft skorið með gasi blönduðu argoni (eða köfnunarefni), sem inniheldur vetni til afoxunar.

Mjög hrein lasergeislagös til að vernda geislann

Örugg og áreiðanleg afhending gas er einn mikilvægasti þátturinn sem hafa þarf í huga þegar fjárfest er í nýrri laservél eða þegar hugað er að betri nýtingu núverandi laservinnslu. Linde styður vel við þig gegnum það ferli. Lasergeislagös eru notuð í gaslasertæki til að framkalla laserljós. Gasblandan fyrir koltvísýringslasertæki inniheldur helíum, köfnunarefni og koltvísýring.

Önnur íblendiefni eru notuð fyrir ákveðnar gerðir lasertækja, t.d. súrefni, vetni, xenon og kolsýringur. Gasblöndur fyrir excimer-lasertæki samanstanda oft af halógenum, eðalgastegundum (kryptoni, xenoni, argoni, helíum eða neoni). Nútímalegt lasertæki með koltvísýringi þarf lasergastegundir með mikinn hreinleika. Of mikið magn óhreininda getur haft áhrif á styrk lasergeislans. Það getur líka haft áhrif á endingartíma linsunnar. Í þessu tilliti eru vatnsgufa og kolvetni skaðlegustu óhreinindin.

Hvað segja viðskiptavinir okkar?

„Ég er mjög ánægður með Linde sem afhendingaraðila lasergas og -þjónustu fyrir fyrirtækið okkar. Ég kann sérstaklega vel að meta tækniþjónustudeildina. Skjótur viðbragðstími og sérhæfðir og færir tæknimenn Linde eru okkur afar mikils virði.“

Richard Jorvén, framkvæmdastjóri og eigandi
Täby Plåtteknik AB