Búnaður fyrir gasnotkun í ýmsum atvinnugreinum til að bæta framleiðsluferli
Kolsýring er ferli sem felst í að bæta koltvísýringi í drykki til að láta þá freyða, en deyfing við stýrðar loftaðstæður er tækni sem skapar mannúðleg skilyrði fyrir dýr sem á að slátra, sem stuðlar að bættri velferð dýra og kjötgæðum. Koltvísýring má nota sem áburð til að auka vöxt hjá jurtum í gróðurhúsum, en skömmtun fljótandi köfnunarefnis styrkir flöskur til að koma í veg fyrir að þær brotni við flutninga. Í loftskiptar umbúðir eru notaðar gasblöndur til að auka geymsluþol matvæla, án þess að þörf sé á íðefnum eða frystingu.
Árangur næst með samvinnu
Við eigum náið samstarf við rannsóknarstofnanir í matvælafræði í fjölda landa, t.d. SIK (Svíþjóð), VTT (Finnlandi) og Campden (Bretlandi) og erum í viðskiptum við fjölda matvælaframleiðenda um heim allan. Til að skapa hverjum búnaði fyrir sig kjöraðstæður erum við einnig í miklu samstarfi við birgja á sviði umbúðaefnis og pökkunarvéla. Nokkrir þættir hafa áhrif á loftaðstæður umbúða: hráefnið og eiginleikar þess, virkni örvera, kröfur um hreinlæti, frestun á forpakkningu og hitastig. Gegndræpi umbúðaefnisins og aðrir eiginleikar þess, rúmtak snauðs gass innan umbúðanna og gildi súrefnisleifa hafa einnig mikla þýðingu.
Loftskiptar umbúðir (Modified Atmosphere Packaging – MAP)
Framleiðendur matvæla eru sífellt að leita leiða til að auka geymsluþol afurða sinna. Þetta vilja þeir helst gera án þess að breyta efnislegum eiginleikum eða innihaldsefnum matvælanna eða bæta við þau tilbúnum innihaldsefnum.
Loftskiptar umbúðir (MAP) eru fullkomin lausn. Það er náttúruleg aðferð sem nýtur sívaxandi vinsælda um heim allan. Aðferðina má líka nota samhliða öðrum rotvarnaraðferðum. Við höfum þróað fjölda sértækra umbúðalausna fyrir MAPAX®-línuna okkar. MAPAX samþættir víðtæka þekkingu okkar á sviði matvælaframleiðslu, gasblanda og umbúða og eykur þannig geymsluþolið – með náttúrulegum hætti.
Með MAPAX geturðu:
- ● Aukið söluna með því að uppfylla vaxandi kröfur um ferskar og náttúrulega rotvarðar afurðir
- ● Aukið geymsluþol án íðefna eða frystingar
- ● Aukið geymsluþol innan dreifingarkeðjunnar um nokkra daga eða jafnvel vikur
- ● Varðveitt bragð, áferð og útlit
- ● Aukin skilvirkni í framleiðslu og dreifingu með því að lækka kostnað
Svæði
Koltvísýringur er mest notaða iðnaðargastegundin í drykkjarvöruiðnaði. Hann er leystur upp í drykkjum til að ná fram gosáhrifunum sem allir kannast við. Við bjóðum koltvísýring fyrir matvælaframleiðslu, bæði úr náttúrulegum uppsprettum og framleiddan í iðnaðarstöðvum. Koltvísýringurinn okkar uppfyllir allar helstu kröfur í matvælaiðnaði. Við kolsýringu er koltvísýringi bætt við vökva í kolsýritæki. Þá er koltvísýringi í úðaformi blandað við hitastýrt vatn undir þrýstingi. Því næst er sírópi, sætuefnum og öðrum innihaldsefnum bætt við, svo úr verður lokaafurðin.
Neytendur í dag gera sífellt meiri kröfur um velferð dýra – og um leið til gæða kjöts og alifuglakjöts. Háþróaðar lausnir okkar fyrir deyfingu við stýrðar loftaðstæður (CAS) fullnægja síauknum kröfum sláturhúsa samtímans. Við getum hjálpað þér að setja saman öruggt og áreiðanlegt kerfi sem er klæðskerasniðið að þínum þörfum.
CAS aðlagar loftaðstæður til að skapa skilyrði til mannúðlegrar aflífunar á dýrum. Þessi mannúðlega tækni dregur úr streitu og stuðlar að aukinni dýravernd, bættum vinnsluskilyrðum og auknum gæðum kjötsins. Deyfing við stýrðar loftaðstæður dregur úr streitu hjá dýrum og hefur í för með sér ýmsar framfarir, þar á meðal öruggara vinnuumhverfi, bættan árangur við reytingu, minni saurmengun, auðveldari meðhöndlun dýra, minni innri blæðingar, marbletti og beinbrot, minna mar á kjötinu og aukna útblæðingu slagæða í lundum, vængjum og lærum. Þessir kostir gera deyfingu við stýrðar loftaðstæður að góðum kosti við aflífun dýra, sem stuðlar bæði að bættri velferð dýra og kjötgæðum.
Venjulegur styrkur koltvísýrings í lofti er 340 ppm. Það nægir ekki til að ná fram bestu hugsanlegu uppskeru. Plöntur þurfa yfirleitt koltvísýringsstyrk á milli 600 og 1000 ppm. Aukakoltvísýringur er sérstaklega veigamikill þegar notast er við tilbúna lýsingu. Ef styrkur koltvísýrings er látinn falla hægist á vextinum og þá er enginn ávinningur af tilbúnu lýsingunni. Þegar aukakoltvísýringi er bætt við loft í gróðurhúsi eykst uppskera af tómötum, gúrkum og salati um allt að 25–30%, jafnvel meira. Afskorin blóm og pottablóm njóta einnig góðs af koltvísýringsgjöf. Koltvísýringur eykur ekki aðeins uppskeruna heldur flýtir einnig fyrir henni og eykur viðnám plantna gegn sjúkdómum og meindýrum.
Nellikur geta byrjað að blómstra allt að mánuði fyrr en ella. Salat er tilbúið til uppskeru mörgum vikum fyrr en venjulega en tómatar geta þroskast viku fyrr en ella. Koltvísýringsgjöf borgar sig því augljóslega, eins og fjöldi rannsókna hefur sannað og reynslan leitt í ljós.Í gróðurhúsum sem hituð eru upp með própanbrennslu myndast koltvísýringur sem aukaafurð af þeirri brennslu, en það gerist oft á röngum tíma sólarhringsins. Mesta koltvísýringsþörfin skapast um hádegið, en þá er yfirleitt engin þörf á viðbótarupphitun. Hitakerfið þarf að geta geymt þennan hita og losað hann á svalari tímum dagsins. Hættan á ófullnægjandi brennslu er ævinlega fyrir hendi, en við hana myndast köfnunarefnisoxíð, NOX, sem er afar skaðlegt plöntum. Ef hitakerfi í gróðurhúsi getur ekki geymt hita er yfirleitt besta lausnin að bæta hreinum koltvísýringi við loftið í gróðurhúsinu. Þetta er einnig gagnlegt til að forðast uppsöfnun raka sem fylgir própanbrennslu. Eitt kíló af própani myndar 1,6 kíló af vatnsgufu sem þéttist í fljótandi vatn. Vatnsmagn sem þetta hverfur ekki af sjálfu sér.
Við framleiðslu á drykkjarflöskum reiða framleiðendur ókolsýrðra drykkja (vatns, ávaxtasafa, tes o.s.frv.) sig yfirleitt á pólýetýlentereþalat (PET). Undanfarin 20 ár hafa plastflöskur orðið sífellt þynnri, til að mæta kröfum um umhverfisvernd og kostnaðarhagræðingu. Það hefur hins vegar valdið fækkun PET-fjölliða í flöskunum og gert umbúðirnar þynnri og veikari. Þegar fyllt hefur verið á flöskur verður að stafla þeim fyrir flutninga á neytendamarkað. Flöskur sem lenda neðst á bretti geta hæglega gefið sig vegna þyngdarinnar sem ofan á er. Þetta getur skapað hættuástand og valdið umtalsverðu tapi. Með þrýstingsjöfnun í flöskunum má forðast þetta vandamál.
Köfnunarefni er fáanlegt í fljótandi formi og hentar fullkomlega til verksins. Þegar fljótandi köfnunarefni gufar upp þenst það út í 682-falt rúmtak sitt í fljótandi formi. Auk þess verndar það drykkinn fyrir skemmdum, þar sem það er óhvarfgjarnt, og kemur um leið í veg fyrir tekjutap sem kann að leiða af oxun. Við bjóðum fljótandi köfnunarefni (LIN) til notkunar í þeim skömmtunarkerfum sem algengust eru í átöppunarstöðvum. Slík kerfi bæta örsmáum dropa af fljótandi köfnunarefni út í drykkinn og setja tappann samstundis á svo efnið komist ekki út. Efnið þenst út þegar það gufar upp og eykur innri þrýsting í flöskunni. Þannig eru flöskurnar „stífaðar“ áður en þeim er staflað.
Til að fiskur þroskist eðlilega og sé við góða heilsu er nauðsynlegt að hann hafi aðgang að fullnægjandi og stöðugum súrefnisbirgðum. Það magn súrefnis sem nauðsynlegt er fyrir besta hugsanlega vöxt og þroska fer eftir fisktegundum, stærð fisksins, þéttleika torfunnar við fóðrun, virkni fisksins og hitastigi vatnsins. Þegar flæði súrefnis minnkar eða stöðvast verður fljótlega vart við heilsufarsvandamál hjá fiskunum og þegar verst lætur taka þeir að drepast úr súrefnisskorti.
Því þarf að hafa stöðugt vakandi auga með velferð fisksins við lagareldi. Mikilvægt er að viðhalda réttu súrefnisstigi til að efla ónæmiskerfi fisksins og stuðla að stöðugleika í framleiðslu og öðrum hagrænum ávinningi fyrir eldisbóndann.
- Kolsýring
- Deyfing við stýrðar loftaðstæður
- Áburðargjöf með koltvísýringi
- Skömmtun fljótandi köfnunarefnis
- Súrefnismettun í lagareldi
Kolsýring
Koltvísýringur er mest notaða iðnaðargastegundin í drykkjarvöruiðnaði. Hann er leystur upp í drykkjum til að ná fram gosáhrifunum sem allir kannast við. Við bjóðum koltvísýring fyrir matvælaframleiðslu, bæði úr náttúrulegum uppsprettum og framleiddan í iðnaðarstöðvum.
Koltvísýringurinn okkar uppfyllir allar helstu kröfur í matvælaiðnaði.
Við kolsýringu er koltvísýringi bætt við vökva í kolsýritæki. Þá er koltvísýringi í úðaformi blandað við hitastýrt vatn undir þrýstingi. Því næst er sírópi, sætuefnum og öðrum innihaldsefnum bætt við, svo úr verður lokaafurðin.
MAPAX-tækni
MAPAX-gasblöndur hamla örveruvexti og geta innihaldið gas á borð við CO2, N2, O2, N2O, Ar og H2 í nákvæmlega tilgreindu hlutfalli. CO2 hamlar örverum með því að lækka pH-gildi og smjúga í gegnum líffræðilegar himnur. Köfnunarefni kemur í veg fyrir oxun og að umbúðir falli saman, en súrefni er nauðsynlegt til að kjöt haldi rauða litnum og gerir ávöxtum og grænmeti kleift að anda. MAPAX býður sérsniðnar lausnir fyrir mjólkurvörur, þurrvöru og brauðvöru, fisk og sjávarfang, ávexti og grænmeti, kjöt, forelduð matvæli og framreiðslumatvæli.
Spurningar og svör um loftskiptar umbúðir
Hvaða gasblöndu ætti ég að nota?
Það veltur á því hvers konar matvæli þú framleiðir, geymsluþolinu sem þú þarft og hvernig vörunnar er neytt. Nánari upplýsingar fást í sérstökum bæklingum um MAPAX® og hjá tæknimönnum Linde. Líklega þurfa að fara fram prófanir til að ákveða hvaða blanda er best.
Ég er bara rétt að byrja með loftskipta umbúðakerfið. Hvaða búnað þarf ég?
Flest kerfi krefjast að lágmarki þrýstijafnara, rennslismælis og lagna. Mælt er með því að byrja með stök forblönduð hylki. Hafðu samband við næsta tæknimann Linde til að fá að vita hverju öðru gæti verið þörf á.
Er betra að kaupa forblönduð hylki eða að kaupa hreinar lofttegundir og blanda þeim saman á staðnum?
Þetta veltur á umfangi og tegund framleiðslu á starfsstöðinni. Ef umfangið er mikið eða vinnslustöðin framleiðir ýmsar vörur með mismunandi þarfir fyrir gas væri betra að blanda rétta gasinu saman á staðnum.
Hvar get ég sett hylkin sem ég nota?
Gott er að hafa þau fyrir utan vinnslusvæðið til að tryggja gæði og hreinlæti. Frekari upplýsingar er að finna í gildandi reglum á hverjum stað.
Hversu mikinn þrýsting þurfa vélarnar?
Þetta er háð tegund vélar og vörutegund sem verið er að vinna. Leitið ráða hjá framleiðanda vélarinnar og tæknimanni Linde.
Ef ég nota meira gas, verður þá dýrara að nota stök hylki?
Já. Eftir því sem reksturinn verður umfangsmeiri, því meiri verður gasnotkun þín. Afar mikilvægt er að leita ráða hjá fulltrúa Linde til að finna besta tímann til að skipta úr hylkjum yfir í tank.
Hvað með öryggi við notkun á gastegundum?
Við útvegum öryggisupplýsingar og -þjálfun. Í hverju landi gilda sérstakar öryggisreglur um notkun á gasi. Fylgja verður þessum reglum og fella þær inn í gæðakerfi. Sérþjálfaðir sérfræðingar okkar aðstoða þig við þetta.
Hvaða varúðarráðstafana ætti að grípa til við notkun á gasblöndum með mikið súrefnisinnihald?
Fáðu upplýsingar hjá afhendingaraðila vélarinnar um það hvort vélin hentar til vinnslu með blöndum sem innihalda súrefni í miklum styrk. Vélin þarf að vera tilgreind til notkunar með miklum súrefnisstyrk.
Hver er virkni mismunandi gastegunda?
Koltvísýringur (CO2) er mikilvægastur, þar sem hann hægir á vexti örvera með uppleysingu í matvælunum. Köfnunarefni (N2) er notað til að koma í stað súrefnis (O2) og minnka hnignun. Einnig er það notað sem biðgas. Súrefni (O2) er notað til að viðhalda rauða litnum í kjöti og fyrir öndun ávaxta og grænmetis. Lofttegundirnar eru yfirleitt notaðar í blöndum sem henta vörunni sem um er að ræða.
Hvers vegna ætti ég að nota gas fyrir matvælaiðnað?
Iðnaðargas sem íblöndunarefni uppfyllir ekki lagalegar kröfur að því er varðar gæði, rekjanleika, merkingu og meðhöndlun sem gas fyrir matvælaiðnað gerir.
Hversu mikið get ég aukið geymsluþol varanna minna með því að nota loftskipt umbúðakerfi?
Það veltur á mörgum þáttum, s.s. matvælunum, hitastigi, hreinlæti, pakkningum og gasblöndu. Almennt er hægt að auka geymsluþol um tímabil sem nær frá nokkrum dögum yfir í nokkrar vikur. Sértækar upplýsingar eru í MAPAX-bæklingnum fyrir vöruna þína.
Má ég frysta vöru sem er í loftskiptum umbúðum?
Já – en það væri árangursríkara og skilvirkara að frysta vöruna fyrst og pakka henni svo í loftskiptar umbúðir. Gættu þess að frysta megi umbúðaefnið.
Með hvaða gasi eða gasblöndu er hægt að koma í veg fyrir grænleita blæinn á skinkunni sem ég framleiði?
Þessi grænleiti blær orsakast af bakteríum sem vaxa náttúrulega við vinnslu. Það er ekkert gas eða blanda sem getur breytt þessu eftir á. Kjötið sem er pakkað í loftskiptar umbúðir tapar litnum, en hann kemur aftur eftir að umbúðirnar eru opnaðar.
Er ég að nota réttu gasblönduna?
Vöðvarauði, sameind sem veldur litnum á kjöti og kjötafurðum, skiptir um liti í sambandi við mismunandi gas. Til að fá ráðleggingar að því er varðar réttu gasblönduna skaltu ráðfæra þig við MAPAX-bæklinginn.
Kjötsneiðarnar sem ég pakka í loftskiptar umbúðir verða gráar. Stundum eru blettir á kjötinu í mismunandi litum. Gæti það verið vegna þess að ekki er rétt fyllt á gashylkið eða er það vegna gasblöndunnar almennt?
Við höfum stöðugt eftirlit með gasinu og blöndunum fyrir matvælaiðnað og rangar merkingar eða fyllingar á hylkjum eru nánast ómögulegar. Ýmislegt getur valdið gráu blettunum.
Til dæmis gæti útblámasíu filmanna hafa verið breytt svo hún sé ekki lengur í samræmi við áhrif frá ljósi, aukefnum gæti hafa verið breytt eða breyting gerð á framleiðsluferlinu.
Jafnvel hráefni eins og kjöt og vatn getur verið mismunandi.
Kannski er besta gasblandan ekki notuð, of miklar súrefnisleifar eru í umbúðunum eða vatn sem þést hefur lekur niður af lokinu.
Hafðu samband við starfsmann Linde til að gera prófanir.
Af hverju myndast drip í loftskiptum umbúðum utan um nýtt kjöt?
Drip myndast vegna meðhöndlunar og vinnslu kjötsins. Koltvísýringur og súrefni frásogast og breytast með efnaskiptum fyrir tilstilli vörunnar og örvera og mynda þannig lofttæmi að hluta til inni í umbúðunum. Þegar nýju kjöti er pakkað getur lofttæmingin verið svo öflug að vatn kreistist út úr kjötinu ef ekki er nægilegt köfnunarefni í pakkningunni. Þetta getur valdið drippi í umbúðunum. Viðbætt köfnunarefni ætti að lágmarka vandamálið.
Þegar ég opna umbúðir matvælanna finn ég sérstaka lykt. Hver er skýringin á þessu?
Þegar matur er geymdur á réttan hátt er þetta oftast eðlilegt fyrirbæri. Hver vara gefur frá sér sérstaka lykt sem stafar af hinum ýmsu rokgjörnu efnasamböndum sem safnast saman í umbúðunum. Bíddu svolitla stund eftir að hafa opnað umbúðirnar. Ef áfram verður vart við lyktina skal athuga gæðin frekar.
Hvaða gas eða gasblöndu ætti að nota við meyrnun kjöts?
Hægt er að láta kjötið meyrna í blöndu af koltvísýringi og köfnunarefni. Blandan fer eftir tegund kjötsins og hvernig það er skorið.
Það eru nokkrir fölgráir, næstum hvítir blettir á reyktum pylsum. Pylsurnar eru skolaðar, kældar í lághitafrysti og svo pakkaðar í loftskiptar umbúðir. Hvernig get ég komið í veg fyrir þetta?
Það geta verið margar ástæður fyrir þessum blettum, til dæmis gæti lághitasvæði myndast í kælingarferlinu, gjarnan fyrir skurðinn. Við frystingu við ofurkulda er notast við mikinn kulda sem getur valdið bleikingu. Hafðu samband við tæknimann til að athuga frystinn. Breytingar á ýmsum stigum í ferlinu geta haft áhrif á þetta.
Þarf merking umbúðanna að gefa til kynna að vörunni sé pakkað í loftskiptar umbúðir?
Þetta veltur á gildandi reglum á hverjum stað. Ef endingartími matvæla hefur verið framlengdur með loftskiptum umbúðum þar að standa á umbúðum vara í ríkjum ESB: Pakkað í verndandi andrúmslofti.
Hvaða lofttegund er í umbúðunum?
Það fer eftir matvælunum og tegund umbúða. Hlutfallið milli lofttegunda og rúmmáls vörunnar er á bilinu 0,5 fyrir pylsur til 2 fyrir fisk.
Rakaþétting myndast í umbúðunum. Hvað er að?
Líklegasta ástæðan er hitamunurinn á vörunni og geymsluhitanum. Hægt er að auka sýnileika vara í umbúðum með því að nota filmu með móðuvörn. Varan ætti alltaf að vera með lægsta mögulega hitastig þegar henni er pakkað inn og haldið við sama eða lægra hitastig meðan á geymslu stendur. Einnig gætu verið göt á umbúðunum.
Umbúðirnar bólgna út með tímanum. Er varan að gerjast?
Þetta er nær alltaf vegna koltvísýrings sem matvælin gefa frá sér. Þetta getur orsakast af of háu hitastigi (meira en 4 °C) á tilteknu tímabili. Ekki er hægt að snúa þessu ferli við með því að kæla vöruna aftur. Sumar vörur, svo sem harðir ostar, mynda koltvísýring með náttúrulegri gerjun. Þetta ferli getur stundum haldið áfram eftir pökkun og valdið óæskilegri bólgnun. Umbúðirnar gætu einnig verið mengaðar og myndað óæskilegar lofttegundir sem valda því að umbúðirnar bólgna. Hafðu strax samband við framleiðsludeildina hjá þér.
Hvers vegna falla loftskiptar umbúðir saman?
Þetta er eðlilegt fyrirbæri sem gjarnan verður vart við með vörur með mikið vatnsinnihald. Koltvísýringur er grunnefnasamband í blöndum fyrir loftskiptar umbúðir og leysist auðveldlega upp í vökva- og fitufasa vöru sem geymd er við lágt hitastig. Þess vegna minnkar magn koltvísýrings og örlítill undirþrýstingur myndast í umbúðunum.
Hvernig veit ég að í umbúðunum sé rétta lofttegundin og -blandan?
Hægt er að kaupa nokkrar gerðir gasgreiningartækja. Þau eru auðveld í notkun og gefa þér nokkuð nákvæm svör við spurningum um blöndur og magn súrefnisleifa. Mikilvægt er að koma á góðu venjubundnu eftirliti til að tryggja að ekki sé pakkað miklu magni af afurðum þar sem útkoman er ekki eins góð og best verður á kosið. Tæknimaður Linde gefur þér góð ráð um blönduna og búnaðinn sem best hentar þínum þörfum.
Af hverju aukast súrefnisleifar í umbúðunum með tímanum?
Það eru nokkrar ástæður fyrir því að þetta gæti gerst. Umbúðirnar gætu lekið eða það gæti vantað upp á súrefnisvarnarlagið. Þar að auki gæti andrúmsloft (sem inniheldur 21% súrefni) hafa lokast inni í umbúðunum við pakkningu (til dæmis á kökum og brauði). Algengasta ástæðan er þó leki.
Hvað er mælt með að hafa miklar súrefnisleifar í umbúðunum?
Það fer að miklu leyti eftir vörunni. Leitaðu ráða hjá tæknimanni Linde.
Niðurhal
| Öryggisblöð | Upplýsingablöð og kynningarrit |
|---|---|
