Flutningar og lághitaafhending

Beindu sjónum að rekstrinum og láttu okkur sjá um gasbirgðirnar.

Áreiðanleg gasþjónusta í takt við breytilegar þarfir

Er gas eitt af undirstöðuhráefnunum í fyrirtækinu þínu? Ef svo er þarftu á samstarfsaðila að halda sem getur veitt þér viðeigandi gasþjónustu svo að þú getir einbeitt þér að daglegum rekstri. Þjónustan sem við bjóðum er hönnuð til að tryggja traust og stöðugt framboð á gasi en geta um leið brugðist fljótt við ófyrirséðum breytingum á eftirspurn.

  • ● Með sjálfvirkri gasvöktun SECCURA® fyrir geyma þarftu ekki lengur að fylgjast með stöðu gasmæla, panta gas eða sjá um sendingar – við gætum þess að tankurinn tæmist ekki.
  • ● Sjálfvirk gasvöktun SECCURA® fyrir gashylki sér um alla starfsemi í tengslum við framboð á gasi í gasdreifikerfinu þínu. Þar með talið er eftirlit með stöðu gasmæla, gaspantanir, flutningur á staðinn og að skipta um hylki eða hylkjasamstæður.
  • ● Hrað- og neyðarsendingarþjónusta fyrir ófyrirséðar þarfir fyrir gas.

Hraðflutningur

Ef upp koma óvænt atvik eða ef skortur á gasi kemur í veg fyrir að unnt sé að ljúka verki er hægt að nýta sérstaka flutningsþjónustu Linde í því skyni að fá vöruna afhenta með hraði. Við heitum því að gera okkar besta til að uppfylla væntingar þínar en afhending er alltaf háð framboði á gasi og samgöngum. Við getum boðið tvær tegundir af þjónustu:

  • Hraðflutning. Ef þú hefur ekki pantað tímanlega eða þarft á vörunni að halda utan hefðbundinnar sendingaráætlunar. Pöntunin er afgreidd utan hefðbundinnar sendingaráætlunar og verður send með næstu sendingu í nágrenni þínu (jafnvel þótt pöntunin hafi borist of seint eða ef þú færð venjulega ekki sendingar frá okkur á viðkomandi vikudegi)
  • Neyðarhraðflutning. Ef aðstæður eru alvarlegar eða ef þú þarft á vörunni að halda á tilteknum tíma. Hvað hraðsendingu varðar er pöntunin meðhöndluð utan venjulegrar sendingaráætlunar en í þessu tilviki notum við utanaðkomandi flutningslausnir til að geta uppfyllt kröfur þínar

CRYO-þjónusta

Fljótandi köfnunarefni við lághita er orðið ómissandi í mörgum framkvæmdum í iðnaði, læknisfræði og á tilraunastofum. Það er einnig mikið notað í matvælaiðnaði. Hins vegar þurfa margir viðskiptavinir aðeins fljótandi köfnunarefni (LIN) í litlum skömmtum. Til að mæta þörfum þessara viðskiptavina höfum við þróað sérstaka þjónustu – CRYO-þjónustu fyrir fljótandi köfnunarefni. CRYO-þjónustubifreið okkar getur komið á staðinn og fyllt á LIN-tankana þína – eins mikið magn og þú þarfnast hverju sinni.

  • Einfalt. Þú þarft aðeins að panta hjá okkur og við sjáum um afganginn, alveg fram að afhendingu. Við segjum þér allt sem þú þarft að vita um hvernig á að geyma og nota fljótandi köfnunarefni.
  • Öruggt. Öryggi á vinnustað er algjört forgangsatriði hjá okkur. Starfslið okkar fær mikla þjálfun í öllum öryggisatriðum. Við höfum útbúið sérstakan LIN-pakka fyrir þig þar sem mikil áhersla er lögð á meðvitund um öryggi. Við getum einnig séð þér fyrir nauðsynlegum öryggisbúnaði.
  • Áreiðanlegt. Þú getur treyst okkur til að koma vörunni áleiðis í tíma og á réttan hátt, í hvert sinn. Ef þú hefur einhverjar spurningar er þér hvenær sem er velkomið að hafa samband.