Lagareldislausnir til að einfalda súrefnismettun og neyðarsúrefnisbirgðir
Lagareldi með flóknum fiskeldiskerfum í eldiskerjum á landi og kvíum undan ströndum hefur orðið fyrir valinu sem framleiðslukerfi til að svara síaukinni eftirspurn eftir fiski á heimsvísu. Þessi iðnaður hefur þó þurft að takast á við fjölmörg krefjandi viðfangsefni sem snúa að því að tryggja heilbrigt vatnsumhverfi til að fá sem bestar niðurstöður.
Viðbótarsúrefnismettun er lykillinn að því að bæta úr þéttleika dýra í fiskeldisstöð, halda henni sjúkdómslausri og framleiðni og heildararðsemi mikilli. Súrefnismettun þar sem jafnvægi ríkir milli allra þátta:
- ● bætir hlutfall fæðuummyndunar til að lækka fóðurkostnað
- ● lækkun hlutfalls fæðuummyndunar úr 1,5 í 1,0 getur lækkað framleiðslukostnað um allt að 20%
- ● eykur sértækan vaxtarhraða til að auka arðsemi
- ● eykur vaxtarhraða fiska, jafnvel við meiri þéttleika
- ● eykur heilbrigði fiska og dregur úr dánartíðni
Neikvæð áhrif minna súrefnis
Fiskar geta þrifist vel þrátt fyrir að mettun minnki niður í 85%, en þegar hún er komin niður í 75% hægist á efnaskiptum hjá fiskunum. Ef hún minnkar enn meira dregur enn frekar úr lyst þeirra og við 60% byrja fiskarnir að drepast. Ef súrefnismettun heldur áfram að minnka niður í 40% eða jafnvel 30% leiðir það af sér stóraukna dánartíðni.
Vissirðu þetta?
„Uppleyst súrefni er langmikilvægasti efnafræðilegi stikinn í lagareldi. Lítið magn af uppleystu súrefni er
orsök meira fiskadráps, annaðhvort beint eða óbeint, en öll önnur vandamál til samans. Rétt eins og menn
þurfa fiskar súrefni til að anda. Magn súrefnisupptöku fisks er háð stærð hans, fóðrunarmagni,
hreyfingarstigi og hitastigi. Smærri fiskar taka upp meira súrefni en stórir fiskar vegna þess að efnaskipti
þeirra eru hraðari.“
(A Fish Farmer’s Guide to understanding water quality, LaDon Swann (Purdue University))
Nýsköpunarmiðstöð fyrir lagareldi og vatnsmeðferð
Við höfum unnið að verkefnum tengdum lagareldi frá upphafsdögum þessarar
atvinnugreinar og erum staðráðin í að tryggja viðskiptavinum okkar aukin verðmæti með uppfinningum okkar –
nú og til framtíðar. Linde rekur nýsköpunarmiðstöð fyrir lagareldi og vatnsmeðferð í Ålesund í Noregi.
Specifically, new
Einkum og sér í lagi verða nýmæli og lausnir rannsökuð og þróuð í miðstöðinni til að tryggja framtíð
sjálfbærs lagareldis. Við erum stolt af að geta miðlað til viðskiptavina okkar alþjóðlegri sérþekkingu með
fjölbreyttri þjónustu á borð við þjálfun, mat á frammistöðu og hermitækni til að færa sönnur á notagildi.
Súrefnismettun í lagareldi
Skortur á súrefni getur valdið fiskum miklum skaða, dregið úr lyst þeirra, vexti og velsæld og á endanum leitt til dauða. Eftirfarandi tafla sýnir áhrif súrefnismettunar á vaxtarhraða, dánartíðni og hlutfall fóðurs hjá löxum til dæmis.
Það sem við höfum að bjóða lagareldisiðnaðinum
Markmið okkar er að styðja við fiskeldisstöðvar af öllum stærðum, svo að sem flestir geti notið næringarlegra kosta fersks fisks án þess að stofna vistkerfi sjávar í hættu til lengri tíma litið.
SOLVOX-vörulínan
SOLVOX A® dregur úr köfnunarefni og heildargasþrýstingi í ferlinu við súrefnismettun vatnsins. Þess vegna er yfirleitt engin þörf fyrir loftblöndun á hrávatni. Búnaðurinn fæst í ýmsum útfærslum og hægt er að laga hann að þörfum hvers og eins með vatnsflæði frá 75 l/mín. upp í 9000 l/mín. Ákjósanlegt er að sameina alltaf SOLVOX A og SOLVOX stream.
SOLVOX® B dreifaraslangan er götuð slanga sem notuð er til að koma súrefni í vatn í eldiskerjum og þegar þörf er á neyðarsúrefnismettun. Hún er einnig notuð til að viðhalda súrefnisstigi við flutninga á lifandi fiski og við dælingu á súrefni og koltvísýringi við þegar deyfa þarf eða svæfa fiskinn. SOLVOX® B leysir súrefni upp í vatninu með örsmáum loftbólum sem myndast þegar súrefnið streymir út um götin á slöngunni. Í lagareldi eru dreifaraslöngur notaðar til að gera súrefnisstigið stöðugt með milliliðalausri dreifingu um kerið.
SOLVOX C-trektir eru hannaðar til að auka styrk lofttegunda í vatni upp í nokkuð mikinn styrk. Í hefðbundnum rekstri er skilvirkni í gasflutningi nánast 100%. Trektin virkar á afar einfaldan hátt: þegar vatn og gas streyma inn að ofan þvingar vatnsbunan vatnið til að blandast af þrótti saman við súrefnisloftbólurnar og myndar þannig sterk, sérstæk skil og mikinn óróa efst í leysinum.
SOLVOX CV er viðbótarkerfi til að auka súrefnismettunarvirkni SOLVOX C-trekta og gefur mögulega á allt að 50% stærri súrefnisskammti án þess að auka þurfi vatnsstreymið eða nota meiri orku. SOLVOX CV notar einkaleyfisskráðan þrengslastút til að leiða súrefnið sem safnast fyrir efst í trektinni aftur inn í vatnsleiðsluna. Hægt er að setja búnaðinn upp án nokkurrar vinnslustöðvunar eða tímataps. SOLVOX CV-búnaðurinn er festur beint á vatnsleiðslu trektarinnar með tengikraga. Við það má auka vatnsflæðihraðann inn í trektina um allt að 25% yfir nafngildi, en þannig færðu 25% aukningu á súrefni til viðbótar.
SOLVOX CD-keramikdreifarar eru notaðir til að leysa upp súrefni og halda súrefnisstigi í kerinu stöðugu án milliliða. Einnig er hægt að nota keramikdreifarana fyrir súrefnismettun í neyðartilvikum. SOLVOX CD-keramikdreifarar flytja gas út í vatnið með því að mynda örsmáar loftbólur við lítinn þrýsting (að hámarki 3 bör). SOLVOX CD annast einnig loftblöndun/eyðingu óæskilegra gastegunda.
SOLVOX CV er einkaleyfisskráð vara sem er sett upp á vatnsslönguna sem tengist súrefnistrektinni frá AGA, SOLVOX C. Í SOLVOX CV eru sérhannaðir spíssar sem eru tengdir við slöngu úr loftskrúfulokanum efst á trektinni. Þessir spíssar mynda lofttóm sem sogar óuppleyst súrefni úr efsta hluta trektarinnar og blandar því saman við vatnsstrauminn. Þannig er bæði „nýju“ og endurunnu súrefni bætt út í vatnsstrauminn gegnum spíssana í SOLVOX CV-búnaðinum.
Skápurinn er sítengdur við gaslagnakerfið með 22 mm súrefnisröri. Kanna má þrýstinginn í kerfinu með þrýstingsmælinum. Hægt er að tengja slöngu með þjöppuðu súrefni við kerfið með hraði, þar sem allir íhlutir eru í skápnum og tilbúnir til notkunar. Skápurinn er hannaður til geymslu utan dyra.
Skömmtunarskápurinn dreifir og stjórnar súrefnismagni úr dreifingarkerfinu yfir í kerið með því að nota það PLS-kerfi sem viðskiptavinurinn hefur til umráða. Skömmtunarskápurinn skiptist í tvo aðskilda hluta; annar er fyrir eðlilega starfsemi og hinn fyrir neyðaraðstæður. Súrefninu sem er notað er skammtað um tvo rennslismæla. Annar rennslismælirinn dælir súrefni fyrir venjulega notkun og hann þarf að stilla smám saman í samræmi við súrefnisnotkunina. Hinn rennslismælirinn er raðuppsettur og með segulliðaloka. Lokanum er stýrt af mettunarstigi þess súrefnis sem þegar hefur verið dælt í kerið og opnast þegar hleypa þarf viðbótarsúrefni í kerið til að viðhalda súrefnismettun jafnri.
SOLVOX® Mix gerir kleift að blanda vatni með mikilli súrefnismettun inn í aðalrennslið án afgösunar og minnkaðra afkasta. Þetta er sérstaklega aðlöguð stútseining sem notuð er í tengslum við uppsetningar með SOLVOX® C (trekt). SOLVOX® Mix er notað þegar veita á vatni með mikilli súrefnismettun undir þrýstingi úr SOLVOX® C aftur inn í vatnsstraum með minni þrýsting. Hægt er að setja það upp í stöku keri fyrir súrefnismettun eða í aðalvatnsveitunni að fiskeldisstöðinni til að veita grunnsúrefnismettun.
SOLVOX OxyStream er lágþrýstibúnaður til súrefnismettunar fyrir ker með saltvatni, ísöltu vatni og ferskvatni. Örsmáu loftbólurnar sem SOLVOX Oxystream myndar draga úr styrk uppleysts köfnunarefnis og heildargasþrýstingi í vatninu. Vegna þessara jákvæðu áhrifa hafa ytri afgösunareiningar orðið óþarfar í mörgum tilvikum. SOLVOX Oxystream nær hámarksáhrifum með um það bil 15‰ seltu í upphafi og þarf aðeins 0,05–0,2 barg þrýsting til að súrefnismetta vatnið, fjarlægja köfnunarefni og skapa bestu mögulegu straumfræðilegu aðstæður í kerinu fyrir fiskframleiðslu. Þessi lága þrýstingsþörf gerir kerfið afar orkunýtið.
SOLVOX® Stream bætir umhverfisaðstæður í kerinu og eykur þannig heilbrigði fisksins. Kerfið tryggir góða vökvastýringu og jafna dreifingu súrefnis um allt vatnsmagnið. SOLVOX® Stream bætir umhverfisaðstæður í kerinu og eykur þannig heilbrigði fisksins. Kerfið tryggir góða vökvastýringu og jafna dreifingu súrefnis um allt vatnsmagnið.
Við útvegum rennslismæla í ýmsum stærðum með afkastagetu allt frá 0,4 kg af O2/klst. upp í 9,0 kg O2/klst., við þrýstinginn 6 bör (hámarksþrýstingur í vinnslu er 10 bör). Við önnur þrýstingsstig er afkastagetan stillt í samræmi við töflurnar á gagnablaðinu okkar.
Handy Polaris er einfaldur í notkun og með notendavæna valmynd. Hann framkvæmir fljótvirkar og nákvæmar mælingar/skráningar á súrefni í bæði salt- og ferskvatni.
Búnaður til að kjörstilla leysni súrefnis í vatni og dreifingu súrefnismettaðs vatns til fiskanna, í krafti heildstæðrar stjórnunar sem tryggir áfallalausan og áreiðanlegan rekstur.
- SOLVOX® A-lágþrýstingsskiptar
- SOLVOX® B-dreifaraslanga
- SOLVOX® C-háþrýstingsleysitrekt
- SOLVOX® CV-hringrásarbúnaður fyrir trektina
- SOLVOX® CD-keramikdreifari
- SOLVOX® CV-trektarforþjappa
- SOLVOX® F-öryggisskápur
- SOLVOX®-skömmtunarskápur
- SOLVOX® Mix-stútseining
- SOLVOX®-lágþrýstibúnaður til að leysa upp súrefni
- SOLVOX® streamline
- Rennslismælir
- Handstýrður súrefnismælir
SOLVOX® A-lágþrýstingsskiptar
SOLVOX A® dregur úr köfnunarefni og heildargasþrýstingi í ferlinu við súrefnismettun vatnsins. Þess vegna er yfirleitt engin þörf fyrir loftblöndun á hrávatni. Búnaðurinn fæst í ýmsum útfærslum og hægt er að laga hann að þörfum hvers og eins með vatnsflæði frá 75 l/mín. upp í 9000 l/mín. Ákjósanlegt er að sameina alltaf SOLVOX A og SOLVOX stream.
Hvað segja viðskiptavinir okkar?
„Það var mjög traustvekjandi að vita að starfsfólk Linde vissi upp á hár hvað það
var að gera. Útreikningar á lykilþáttum á borð við massajafnvægi þarfnast sérfræðiþekkingar – og augljós
sérþekking verkfræðinga Linde byggði upp raunverulegt traust á getu SOLVOX OxyStream.“
Sveinbjörn Oddsson, rekstrarstjóri hjá Matorku
