Vottorð og greining
Rétt verklag er nauðsynlegt til að vernda þau sem nota gas fyrir mögulegum hættum. Að sama skapi er mikilvægt að
notendur gasins hafi góðan skilning á því hvaða efni þeir eru að vinna með. Þetta gerir þær kröfur til birgja að
þeir séu mjög nákvæmir um allt sem snertir gæði gasins og búnaðarins sem þeir útvega.
Til að stuðla að öryggi notandans gefum við út vottorð fyrir vörurnar okkar. Með þessum vottorðum geta notendur
verið öruggir um að fram hefur farið gæðaeftirlit og að allt okkar gas og gasblöndur hafi farið í gegnum vandað
greiningarferli.
Áhættumat
Áhættumat er ítarleg athugun á því hvað getur valdið fólki á vinnustaðnum skaða. Með þekkingu og
hæfni getum við fækkað slysum, áföllum og meiðslum. Við bjóðum því upp á ýmis námskeið til þess að fyrirtæki og
starfsmenn þeirra geti uppfyllt skilyrði laga varðandi ábyrga meðhöndlun og dreifingu á gasi.
Í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi bjóðum við einnig upp á heildstæðar greiningar á öryggi hjá viðskiptavinum
varðandi meðhöndlun og dreyfingu á gasi. Greiningin varpar ljósi á starfsemi viðskiptavinarins út frá
öryggissjónarmiðum og niðurstaðan er sett fram í skýrslu með ráðleggingum um það sem þarf að laga. Við getum
líka aðstoðað með gögn til yfirvalda varðandi notkun á gasi.
