Viðhald

Eftirlit með gasnotkun fyrirtækisins og yfirferð á venjulegu viðhaldi.

Komið í veg fyrir vinnustöðvun og dregið úr áhættu

Miklar kröfur eru gerðar til öryggis og virkni gasdreifikerfa. Til að koma í veg fyrir skaða á fólki og eignum, og til að tryggja áreiðanleika framleiðslunnar og gæði, þurfa gaskerfi að vera gallalaus.

Linde býður viðhaldsþjónustu sem tryggir að þú getur reitt þig á að kerfið virki rétt. Með þekkingu okkar og reynslu á gasi, sem og þekkingu á gildandi lögum og reglugerðum, hjálpum við þér að uppfylla opinberar kröfur um eftirlit og skráningu.


    Viðhaldsþjónusta okkar býður upp á eftirfarandi:

  • ● Minni hættu á ófyrirséðri framleiðslustöðvun og aukna nýtingu í framleiðslunni
  • ● Meiri gæði framleiðslunnar með öruggri gasdreifingu
  • ● Aukna framleiðni með því að tryggja að þú getir einbeitt þér að kjarnastarfseminni
  • ● Gott skipulag – við setjum saman aðferðalýsingu sem er afhent og vistuð eftir hverja viðhaldsheimsókn
  • ● Aukið öryggi og minni hættu á slysum
  • ● Gasdreifikerfinu þínu er haldið við í samræmi við opinberar reglugerðir.