Þrívíddarprentun

Hágæðagas og gaslausnir sem skila góðum árangri með því að bjóða upp á mikla möguleika á sérsniði, sveigjanleika við framleiðslu og afhendingu samkvæmt óskum.

Bylting í framleiðsluiðnaði

Þrívíddarprentun hefur umbylt því hvernig hlutir eru búnir til. Hún hefur opnað fyrir nýja og spennandi möguleika fyrir hönnuði, viðskiptavini og iðnað. Hægt er að smíða efni með erfiða lögun með litlum tilkostnaði og á skömmum tíma. Þetta býður upp á mikla möguleika á sérsniði, sveigjanleika við framleiðslu og afhendingu samkvæmt óskum og hefur á sumum sviðum fyrir löngu þróast úr því að búa til frumgerðir yfir í fjöldaframleiðslu.

Eins og í öllum framleiðsluferlum eru gæði fullunninnar vöru að miklu leyti háð eiginleikum grunnefnisins og nákvæmni vélbúnaðarins. Vinnslugas gegnir þess vegna mikilvægu hlutverki við þrívíddarprentun og er notað við öll skref framleiðslukeðjunnar – allt frá framleiðslu málmdufts yfir í yfirborðsmeðferð. Sökum sérþekkingar Linde á gasi og málmvinnslu höfum við verið kjörinn samstarfsaðili, allt frá því að þrívíddarprentunariðnaðurinn byrjaði fyrst að þróast, þegar finna þarf réttan afhendingaraðila fyrir fyrsta flokks iðnaðargas og gas fyrir sérstaka vinnslu auk lausna í gasdreifingu.

Nútímaaðferðir fyrir framleiðslu afkastamikilla málmhluta

Þrívíddarprentunarferli með leysigeislatækni, eins og L-PBF (duftlagsbræðsla með leysigeisla), LMD (málmbræðsla á undirstöðuefni með leysigeisla) og valvís glæðing með leysigeisla, eru algengustu vinnsluferlin við þrívíddarprentun.

Öll þessi ferli krefjast iðnaðargass til að verja heitt undirstöðuefnið fyrir andrúmsloftinu og til að aðlaga eiginleika efnisþáttanna. Linde býður upp á ýmsar hlífðargaslausnir til að viðhalda og fínstilla efnislega eiginleika.

360° þrívíddarprentun

Þrívíddarprentun byrjar hvorki né lýkur á duftlaginu. Fyrir og eftir að málmduft er brætt í það form sem þú vilt sjá nokkur sjálfstæð ferli til þess að stykkin verði eins sterk og einsleit og þau eiga að vera.

Svið þrívíddarprentunar

Til að tryggja hreint duftefni er rétt andrúmsloft fyrir sundrun málms í málmduft afar mikilvægt. Góð prentun krefst góðs grunnefnis – sem er ástæða þess að verkkunnátta okkar á sviði gass er fullkominn grunnur fyrir sindurmótun og til að halda duftinu óbreyttu við flutning og geymslu fyrir notku

Þrívíddarprentun hefur umbylt því hvernig hlutir eru búnir til. Hún hefur opnað fyrir nýja og spennandi möguleika fyrir hönnuði, viðskiptavini og iðnað. Hægt er að smíða efni með erfiða lögun með litlum tilkostnaði og á skömmum tíma. Þetta býður upp á mikla möguleika á sérsniði, sveigjanleika við framleiðslu og afhendingu samkvæmt óskum og hefur á sumum sviðum fyrir löngu þróast úr því að búa til frumgerðir yfir í fjöldaframleiðslu.

Þrívíddarprentun með duftlagsbræðslu fer fram í lokuðu andrúmslofti. Einungis rétt samsetning gass fyrir hverja málmtegund skilar heildstæðum prentgæðum. Og einungis Linde hefur yfir að ráða gasinu, búnaðinum og tækninni til að tryggja fullkomna prentun sem hægt er að endurgera í hvert sinn. Fullkominn frágangur krefst fyrsta flokks yfirborðshreinsunar. Í ADDvance® Cryoclean-ferlinu okkar er notaður þurrís til að blása duftleifum og öðrum óæskilegum efnum af stykkjunum á varfærinn, skilvirkan og vistvænan hátt, án þess að stöðva þurfi framleiðslu vegna hreinsunar með tilheyrandi kostnaði. Þannig verður góður þrívíddarprentaður hlutur fullkominn.

Fyrsta flokks möguleikar í gasdreifingu, tækni og sérþekkingu í sindurmótun


Hversu flókin sem hönnunin er eða hversu háir sem gæðastaðlarnir eru: Linde endurskilgreinir hvað er mögulegt til að þú getir framkvæmt það sem þú sérð fyrir þér án takmarkana.

Kaupa vörur hér

  • Argon hylki

    Vänligen logga in eller registrera dig för att ta del av priser
    •  

  • Köfnunarefni

    Vänligen logga in eller registrera dig för att ta del av priser
    •  

Lesa greinar um þrívíddarprentun

Virðiskeðja þrívíddarprentunar með gaslausnum frá Linde


Ferlið frá duftframleiðslu til hreinsunar á fullgerðum hlut – öllum skrefunum í ferlinu þar sem Linde getur tekið þátt í þrívíddarprentun er lýst í þessu myndbandi.