Þrívíddarprentun
Bylting í framleiðsluiðnaði
Þrívíddarprentun hefur umbylt því hvernig hlutir eru búnir til. Hún hefur opnað fyrir nýja og spennandi möguleika fyrir hönnuði, viðskiptavini og iðnað. Hægt er að smíða efni með erfiða lögun með litlum tilkostnaði og á skömmum tíma. Þetta býður upp á mikla möguleika á sérsniði, sveigjanleika við framleiðslu og afhendingu samkvæmt óskum og hefur á sumum sviðum fyrir löngu þróast úr því að búa til frumgerðir yfir í fjöldaframleiðslu.
Eins og í öllum framleiðsluferlum eru gæði fullunninnar vöru að miklu leyti háð eiginleikum grunnefnisins og nákvæmni vélbúnaðarins. Vinnslugas gegnir þess vegna mikilvægu hlutverki við þrívíddarprentun og er notað við öll skref framleiðslukeðjunnar – allt frá framleiðslu málmdufts yfir í yfirborðsmeðferð. Sökum sérþekkingar Linde á gasi og málmvinnslu höfum við verið kjörinn samstarfsaðili, allt frá því að þrívíddarprentunariðnaðurinn byrjaði fyrst að þróast, þegar finna þarf réttan afhendingaraðila fyrir fyrsta flokks iðnaðargas og gas fyrir sérstaka vinnslu auk lausna í gasdreifingu.
