ACCURA®-hylkjaumsjónarkerfi
Hafðu umsjón með gashylkjunum þínum og hámarkaðu nýtingu
Full stjórn á gashylkjum á mismunandi stöðum
ACCURA®-hylkjaumsjónarkerfið er rakningarþjónusta á netinu sem sér þér fyrir öllum upplýsingum sem þú þarft til að halda utan um hylkin hjá fyrirtækinu þínu. Þökk sé einstökum ICC-merkingum Linde getur ACCURA® hjálpað þér að losna við gömul hylki, einfalda umsjón með hylkjabyrgðum, hafa yfirsýn yfir kostnað, fá nákvæmar notkunarskýrslur og margt fleira.
Ávinningur:
- ● Aukin framleiðni: ACCURA®-hylkjaumsjónarkerfið veitir fljótt og auðveldlega aðgang að upplýsingum um viðskipti og hylki í fyrirtækinu og fyrir mismunandi starfsstöðvar, sé þess þörf. Þetta gerir þér kleift að hámarka skilvirkni og lágmarka vinnu við umsýslu, sem sparar þér tíma og peninga.
- ● Aukið öryggi: ACCURA®-hylkjaumsjónarkerfið hjálpar þér að hafa alltaf æskilegan fjölda gashylkja á svæðinu – því færri gashylki, þeim mun öruggara er svæðið! Þú færð jafnframt yfirsýn yfir staðsetningu hylkja.
- ● Aukin arðsemi: ACCURA®-hylkjaumsjónarkerfið bætir alla birgðastjórnun gashylkja innan fyrirtækisins. Gagnsæi eykur kostnaðarvitund, sem gerir þér kleift að hagræða í leigukostnaði. Skoðaðu línuritin til að fylgjast með hylkjastöðunni með hliðsjón af leigusamningunum þínum. Þú getur einnig fengið skýrslur um kostnað við gaskaup og -leigu.
- ● Aukin gæði: ACCURA® -hylkjaumsjónarkerfið bætir skipulag, stjórnun og upplýsingagjöf um allar þarfir þínar hvað gas varðar.
Í þjónustugátt Linde, undir „Reikningurinn minn“, er að finna mikið af gögnum um bæði hylki og geyma
- ● Hvað hylki varðar getur þú flett upp hylkjastöðu þinni og leigusamningum og fengið greiðan aðgang að afhendingarseðlum. Í geymastjórnuninni í þjónustugátt Linde sérðu núverandi stöðu geymisins, notkunarmynstur og sendingarstaði fyrir hvern geymi og staðsetningu.
- ● Þessi þjónusta veitir þér nákvæmar upplýsingar um allt sem viðkemur þinni notkun á gasi.
