Frysting og kæling
Lághitakæling og -frysting er notuð til að auka öryggi, afköst og umhverfisvernd á mörgum mismunandi sviðum.
Umhverfisvænir kostir til að uppfylla kröfur og þarfir í iðnaðarframleiðslu
Fljótandi köfnunarefni (LIN) og koldíoxíð (CO2) eru afar skilvirk kæli-/frystiefni vegna lágs suðumarks þeirra. Þetta gerir þau að umhverfisvænum valkostum í stað hefðbundinna ferla sem oft felast í notkun á hugsanlega skaðlegum kælivökva, miklu magni af vatni eða losun rykagna og gufu. Þar sem þessi efni eru óvirkar gastegundir, er ekki heldur hætta á íkveikju eða sprengingu.
Hraðfrysting og kæling í iðnaðarframleiðslu
Fljótandi köfnunarefni og CO2 eru notuð til að auka framleiðni og bæta gæði í ýmsum ferlum, svo sem í steypublöndun, malbiksframleiðslu, jarðvegskælingu, framleiðslu gúmmíslanga, glerframleiðslu, blástursformun á plastfilmu, mölun, suðu og vinnslu. Kryógen þétting með fljótandi köfnunarefni er einnig skilvirk aðferð til hreinsunar úrgangs, mengaðs lofts og til að endurheimta verðmæt rokgjörn lífræn efnasambönd (VOC). Í álframleiðslu gerir kæling á gjalli með argon mögulegt að minnka losun gufu og rykagna, auk þess sem hún hækkar nýtingarhlutfallið. Notkun fljótandi köfnunarefns í þrýstimótun felur í sér aukna framleiðni, betri yfirborðsáferð og lengri endingartíma vélarhluta.
Kryógen kæling og frysting til aukinnar framleiðni, hagkvæmni og gæða afurða í matvælaiðnaði
Kryógen kæling og frysting eru í auknum mæli orðin að vinsælli tækni innan matvælaiðnaðarins. Fljótandi köfnunarefni og CO2 eru áhrifaríkar gastegundir til að hraðlækkunar á hitastigi, sem stuðlar að aukinni framleiðni, hagkvæmni og gæðum í matvælaframleiðslu – allt frá ræktun til neyslu.
Þurrís (þ.e. koldíoxíð í föstu formi) er auðveld og þægileg lausn fyrir minni framleiðslulotur, á meðan fljótandi köfnunarefni og CO2 bjóða upp á örugga, hagkvæma, sveigjanlega, umhverfisvæna og hljóðláta leið til að viðhalda réttu hitastigi í allri virðiskeðjunni, þar með talið við flutning.
Vissirðu þetta?
- ● Köfnunarefni og koltvísýringur eru óhvarfgjarnar lofttegundir, sem útiloka hættu á eldi eða sprengingu.
- ● Fljótandi köfnunarefni (LIN) og koltvísýringur (CO2) eru afar skilvirkir kælimiðlar vegna lágs suðumarks fljótandi köfnunarefnis (-196 °C) og lágs þurrgufunarpunkts koltvísýrings (-78,5 °C).
- ● Við -79 °C breytist fljótandi koltvísýringur í fast efni, sem einnig kallast þurrís, fjölhæfan kælimiðil sem er einfaldur í notkun.
Notkunarsvið fyrir kælingu og frystingu
Í baráttunni gegn sýklum er kæling og frysting eitt áhrifaríkasta vopnið. Krýógen frysting viðheldur einnig náttúrulegum gæðum matar. Frysting vöru leiðir til myndunar ískristalla. Því minni og jafnari sem þeir eru, því betri eru gæði og bragð þíddu vörunnar. Hröð frysting við krýógen hitastig er eina leiðin til að tryggja að litlir kristallar myndist jafnt dreift bæði innan og utan frumna vörunnar. Fljótandi kryógen gastegundir eru einnig skilvirk, sveigjanleg og hljóðlát leið til að viðhalda nákvæmu hitastigi kældra eða frosinna matvæla meðan á flutningi stendur.
Krýógen þétting með fljótandi köfnunarefni (LIN) er sveiganlegt og hagkvæmt ferli sem hentar fyrir margs konar notkun.
Við leggjum áherslu á eftirfarandi eiginleika:
• meðhöndlun á flæði mjög þétts útblásturslofts,
• endurheimt verðmætra efnisþátta,
• lítið magn leifa,
• endurnotkun á uppgufuðu fljótandi köfnunarefni sem óhvarfgjarnri lofttegund til að draga úr hvarfgirni og þekja.
Við bjóðum upp á úrval af stöðluðum vörum sem þú getur valið úr (CIRRUS M50, M150, M500). Ef úrvalið af stöðluðum einingum hentar ekki þínum þörfum getum við einnig útvegað einingar sem eru sérsniðnar að þínum þörfum og bjóðum upp á uppsetningu, gangsetningu og afhendingu köfnunarefnis.
Þegar sora hefur verið fleytt af ætti að koma eins fljótt og auðið er í veg fyrir þermíthvarf sorans til að varðveita málmhlutfallið í honum, sem getur verið allt frá 18% upp í 80%. Það er gert með því að kæla sorann á öruggan hátt án mengunar. STAS sorakælingarkerfið Inert Gas Dross Cooler (IGDC) er kælilausn byggð á argoni sem getur kælt allar gerðir sora við hvaða hitastig sem er án þess að nota hreyfanlega vélarhluta eða kælivatn og hindrar um leið þermíthvarf og myndun reyks og ryks.
Helstu kostir:
• Fullkomið öryggi þar sem ekkert vatn er notað, hvorki við sorakælinguna né í búnaðinum sjálfum.
• Umhverfisvæt og því enginn útblástur ryks eða reyks.
• Búnaðurinn er hannaður með þægileg vinnuskilyrði í huga og er því auðveldur í notkun.
• Engir hreyfanlegir hlutar, en það lágmarkar viðhaldskostnað og kemur í veg fyrir hávaða.
• Varðveitir eins mikið og unnt er af álblöndunni í soranum strax að fleytingu lokinni (getur verið allt frá 18 upp í 80%).
• Má nota fyrir allar gerðir sora (bæði svartan og hvítan).
• Auðveldur í notkun og skilvirkni búnaðarins er óháð áfyllingarstiginu.
Við sérstök skilyrði er jarðvegskæling með fljótandi köfnunarefni besta lausnin samanborið við hefðbundnar jarðvegsmeðhöndlunaraðferðir.
• Uppsetning á frystibúnaði með fljótandi köfnunarefni getur verið fljótleg þar sem mikið magn af sérhæfðum búnaði er til á lager.
• Fjárfesting í frystibúnaði með fljótandi köfnunarefni felur aðeins í sér brot af þeirri upphæð sem kostar að setja upp frystieiningu með saltvatni.
• Hitastig frosna jarðvegsins er mun lægra en þegar frysting með saltvatni er notuð, sem eykur stöðugleika.
• Lágt hitastig fljótandi köfnunarefnis (-196 °C) býður upp á frystingu á um 4 til 7 dögum, sem er mun hraðara en frysting með saltvatni, sem getur vel tekið mánuð.
• Umhverfisvænt ferli, engin hættuleg efni, enginn titringur og engin notkun eða mengun á grunnvatni.
• Sjálfvirkt vinnsluferli. Sveigjanleiki í meðferð frosins jarðvegs. Sambland af þéttingu og kyrrstöðustuðningi.
• Mikið þol gagnvart rakastigi jarðvegs (5–100%). Frosinn jarðvegur er 100% vatnsþéttur svo það er enginn leki.
• Frosinn jarðvegur er álíka harður og steinsteypa.
• Storknun jarðvegsins er aðeins tímabundin.
• Þegar skrúfað hefur verið fyrir fljótandi köfnunarefnið bráðnar frosni jarðvegurinn á nokkrum vikum.
Heithúðun er safnheiti yfir nokkrar mismunandi húðunaraðferðir og ein þeirra er húðun með loga. Við húðun búnaðar er yfirborðsefnið, sem getur verið ýmist í duftformi, vírar eða pinnar, hitað að glóhitastigi eða þar til það er bráðið eða næstum því í bráðnuðu formi. Þegar efnið hefur verið hitað er það malað í fíngert duft og úðað með gasstreymi á flöt vinnslustykkisins (undirlagið) þar sem það harðnar og stífnar. Hægt er að nota húðaða yfirborðið eins og það er eða vinna það í rétta stærð.
Húðun með loga og réttu yfirborðsefni getur bætt verulega viðnám yfirborðs við tæringu, sliti og miklum hita. Hægt er að ná fram yfirborði með mikilli eða lítilli núningsmótstöðu eða breyta leiðni yfirborðsins. Hægt er að gera við yfirborðsskemmdir og lagfæra skemmda hluta og sníða þá til í rétta stærð.
Stundum er þörf á hraðri kælingu í iðnaðarframleiðslu. Fljótandi köfnunarefni (LIN) og koltvísýringur (CO2) eru mikið notaðir kælimiðlar vegna lágs suðumarks fljótandi köfnunarefnis (-196 °C) og lágs þurrgufunarstigs koltvísýrings (-78,5 °C). Þannig er hægt að flytja mikinn varma á skömmum tíma.
Kostir hraðkælimiðla:
Ótakmörkuð kæligeta.
Sveigjanleiki til að ná hitastigi allt niður í -196 °C.
Fyrsta flokks afköst við álagsjöfnun
Þegar hjólbarðar eru framleiddir fyrir fólksbíla þarf að vanda frágang þeirra til að tryggja að þeir séu lýtalausir og áferðarfallegir. Þetta merkir að fjarlægja þarf allar gúmmíleifar. Leifarnar geta myndast á yfirborði hjólbarðans á núningssvæðum sem og á brúnum.
Auðvelt er að fjarlægja þessar leifar með því að dýfa hjólbarða sem snýst ofan í fljótandi köfnunarefni til þess að kæla leifarnar og gera þær stökkar svo að hægt sé að ná þeim burt með sköfum. Við bjóðum: Margar gerðir véla til að fjarlægja efnisleifar með lághita, þar á meðal blásara og þurrkara fyrir mótaða gúmmíhluti af mismunandi gerðum.
Þróun sérhæfðra tækja eftir þínum þörfum. Prófanir á fjarlægingu umframefnis á framleiðsluvörunni þinni og vélar sem henta þínum þörfum, með hliðsjón af fjárhagslegum og tæknilegum þáttum. Stuðning við uppsetningu búnaðar og aðstoð við gangsetningu.
Ummálsminnkun er aðferð til að búa til samskeyti þegar þarf að láta öxla, fóðringar og álíka passa inn í hlut með gati. Gatið er gert aðeins of lítið til að passa við jafnt hitastig, sem þýðir að annaðhvort þarf að hita ytri hlutann eða kæla þann innri.
Upphitun ytri hlutans getur tekið langan tíma og í sumum tilvikum geta verið málmfræðilegar ástæður fyrir því að hitun er alls ekki möguleg. Hins vegar hefur kæling að innanverðu ekki áhrif á eiginleika málmsins og getur verið mun hraðvirkari.
Þegar fljótandi köfnunarefni er notað sem kælivökvi er hægt að ná fram allt að 200 °C hitamun. Til að kæla innri hlutann er hann geymdur í fljótandi köfnunarefni (hitastig -196 °C) þar til hann skreppur nógu mikið saman til að passa. Samskeytin verða traust þegar hlutarnir eru jafnheitir.
Storknun steinsteypu er útvermið ferli. Þar sem mikill hiti er losaður inni í steinsteypuvirkinu er mikilvægt að fylgjast með og stýra hitabreytingum, einkum:
Þegar miklar kröfur eru gerðar um gæði steinsteypu, til dæmis fyrir brýr, göng og geymslutanka.
Í tilfellum þar sem þörf er á miklu magni af steinsteypu, til dæmis í stíflum og stórum húsgrunnum.
Í heitu loftslagi.
Kæling með fljótandi köfnunarefni hefur reynst vera árangursrík og ódýr aðferð. Einn helsti kosturinn er að ekki skapast kostnaður við kælingu nema kælingar sé raunverulega þörf. Hægt er að nota kælingu með köfnunarefni til að kæla íblöndunarefni, vatn til blöndunar eða blöndunarbúnað. Krýógen kæling og -frysting er notuð til að auka öryggi, afköst og umhverfisvernd á mörgum mismunandi sviðum.
- Frysting og kæling matvæla
- Krýógen þétting
- Kæling járnsora
- Ground freezing
- Heithúðun
- Hröð kæling
- Efnisleifar fjarlægðar með lághita
- Ummálsminnkun
- Steinsteypukæling
Frysting og kæling matvæla
Í baráttunni gegn sýklum er kæling og frysting eitt áhrifaríkasta vopnið. Krýógen frysting viðheldur einnig náttúrulegum gæðum matar. Frysting vöru leiðir til myndunar ískristalla. Því minni og jafnari sem þeir eru, því betri eru gæði og bragð þíddu vörunnar. Hröð frysting við krýógen hitastig er eina leiðin til að tryggja að litlir kristallar myndist jafnt dreift bæði innan og utan frumna vörunnar. Fljótandi kryógen gastegundir eru einnig skilvirk, sveigjanleg og hljóðlát leið til að viðhalda nákvæmu hitastigi kældra eða frosinna matvæla meðan á flutningi stendur.
