Við höfum þróað fjölda MAPAX®-lausna fyrir þau vandamál sem framleiðendur brauð- og þurrvöru standa frammi fyrir.
Þurrvara á borð við kakóafurðir, kartöfluflögur, jarðhnetur, kaffi og krydd, mjólkurduft og kartöflustöppuduft inniheldur ómettaða fitu. Það gerir slíkar vörur berskjaldaðar fyrir oxun og þránun.
Koldíoxíð hægir á mygluvexti
Helstu vandamál í brauðvöru eru mygluvöxtur og efnafræðilegt niðurbrot. Gerjun getur líka valdið vandræðum í kökum eða brauðum með fyllingu. Brauðvara er yfirleitt með litla vatnsvirkni og því valda aðrar örverur en myglusveppir sjaldnast neinum vandræðum.
Myglusveppir eru loftháðar örverur sem má auðveldlega halda í skefjum með því að pakka afurðinni í loftskiptar umbúðir sem innihalda koldíoxíð og tryggja lítið magn súrefnisleifa (innan við 1%). Þannig eykst geymsluþol vörunnar um þó nokkra daga. MAPAX hentar frábærlega fyrir rúgbrauð, sætar brauðvörur, bökur og forbakað brauð.
Brauð og sætabrauð
Þegar vínarbrauð og annað sætabrauð með kremi er annars vegar getur of mikill styrkur koldíoxíðs haft áhrif á áferð kremsins þar sem hann getur leyst upp í fitunni þannig að kremið „bráðnar“.
Hægt er að viðhalda útliti vörunnar með því að jafna styrkleika koldíoxíðsins með köfnunarefni. Með íblöndun hindrunarefnis getur MAPAX veitt enn virkari vörn gegn rakatapi eða rakagleypni.
Viðkvæm þurrvara
Umbúðir fyrir sérstaklega viðkvæma þurrvöru, svo sem þurrmjólk ætlaða ungbörnum, ættu að vera með styrkleika súrefnis sem er innan við 0,2%. Auðveldlega má hindra oxun með því að skipta súrefni út fyrir köfnunarefni (N2) eða koldíoxíð (CO2) eða blöndu þessara gastegunda.