

Við höfum þróað fjölda MAPAX®-lausna fyrir þau vandamál sem framleiðendur ávaxta og grænmetis standa frammi fyrir.
Ávextir og grænmeti losa frá sér vökva og því er gegndræpi lykilatriði í árangursríkri pökkun þeirra. Sé ávöxtum og grænmeti pakkað í loftskiptar umbúðir með filmu sem ekki er nægilega gegndræp getur það skapað óæskileg skilyrði fyrir loftfirrta gerla (<1% súrefni og >20% koldíoxíð) sem leiðir til rýrnunar gæða. Of mikið gegndræpi getur hins vegar hindrað að loftskiptingin haldist sem skyldi. Rakatapið sem af því leiðir getur einnig flýtt fyrir gæðarýrnun. Filmur með örgegndræpi og LDPE/OPP eru dæmi um MAP-filmur sem hæfa vel ávöxtum og grænmeti.
Þegar ávextir og grænmeti losa vökva breytist loftástandið í umbúðunum og verður jafnvægisloftskipt (equilibrium modified atmosphere, EMA). Við slíkar aðstæður er hlutfall uppgufunar af súrefni (O2) og koldíoxíði (CO2) í gegnum filmuna jafn mikið og vökvalosunarhlutfall afurðarinnar. Fjöldi áhrifsþátta, svo sem vökvalosunarhraði, hitastig, umbúðafilma, rúmtak umbúðanna, fylliþyngd og birta, hafa áhrif á jafnvægi loftskiptin. Vökvalosunarhraðinn ræðst hins vegar af afbrigði, stærð, þroskastigi og meðhöndlun afurðarinnar. Af þessum sökum er ákaflega flókið að reikna út hárrétt jafnvægisloftskipti fyrir hverja tiltekna afurð.
Við hjá AGA getum aðstoðað þig við að velja gasblöndu sem hæfir mismunandi vökvalosunarhraða til að skapa bestu hugsanlegu jafnvægisloftskiptin fyrir vöruna þína. Við venjulegar aðstæður er hægt að auka geymsluþol ávaxta og grænmetis verulega með því að skapa æskilegt jafnvægisástand, 3–10% súrefni og 3–10% koldíoxíð fyllt upp með köfnunarefni.
Eins og fram hefur komið breytist samsettning lofts í umbúðum vökvalosunar. Í tilteknum tilvikum getur þó verið æskilegt að skola umbúðirnar með gasi – það flýtir fyrir myndun æskilegrar samsettningar lofts Til dæmis er hægt að seinka myndun brúnna bletta á salatblöðum, af völdum ensímniðurbrots, með gasskolun í stað loftpökkunar.
Tæknimenn okkar geta framkvæmt margs konar próf til að finna æskilegustu lausnina fyrir ávextina þína eða grænmetið. Afhýddar kartöflur geta þurft aðra meðferð en t.d. afhýdd epli (til að forðast ensímatísk hvörf sem leiða til blettamyndunar ætti ekki að pakka þeim í súrefnisumbúðir). Kartöflur sem er búið að afhýða er t.d. hægt að pakka í 20% koldíoxíð + 80% köfnunarefni. Þannig eykst geymsluþol vörunnar úr 0,5 klukkustundum upp í 7–8 daga, við 4–5 °C geymsluhita.